Íslenski boltinn

Ísland upp um þrjú sæti - rétt á eftir Haítí

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hermann Hreiðarsson, aðalfyrirliði íslenska landsliðsins.
Hermann Hreiðarsson, aðalfyrirliði íslenska landsliðsins.

Íslenska fótboltalandsliðið er í 91. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem tilkynntur var í dag. Liðið hækkar sig upp um þrjú sæti á listanum og er komið upp fyrir Katar og Óman. Haíti er sæti fyrir ofan Ísland.

Röð fjögurra efstu liða er óbreytt. Spánn trónir á toppnum, Brasilía í öðru sæti, Holland þriðja og Ítalía í fjórða. Þýskaland hafði sætaskipti við Portúgal og er komið í fimmta sæti.

Englendingar fara upp um eitt sæti, eru nú í því áttunda og senda Argentínu niður í það níunda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×