Peter Crouch gulltryggði sér væntanlega sæti í HM-hóp Englendinga með flottri frammistöðu á Wembley-leikvanginum í kvöld.
„Það eru allir leikmenn sem spila fyrir England undir pressu að sanna sig á HM ári. Það eina sem maður getur gert er að reyna að nýta tækifærin sem bjóðast," sagði Peter Crouch eftir að hafa komið inn á sem varamaður og skorað tvö mörk í 3-1 sigri Englendinga á Egyptum á Wembley í kvöld.
„Það er undir stjóranum komið hvort að ég fái tækifæri í byrjunarliðinu eða ekki en vonandi hef ég samt gefið Capello eitthvað til að hugsa um," sagði Crouch.
