Fleiri sækja í menningu en íþróttaleiki 10. mars 2010 03:15 Andrea Dofradóttir, hjá Félagsvísindastofnun, og Katrín Jakobsdóttir, rýna í skýrsluna sem kom út í gær. Fréttablaðið/ gva Fleiri sækja menningar-viðburði en íþróttaviðburði og fleiri sækjast eftir umfjöllun um menningu og listir en íþróttir í fjölmiðlum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á menningarneyslu Íslendinga. Niðurstöður hennar voru kynntar í Þjóðminjasafni Íslands í gær. Andrea Dofradóttir kynnti skýrsluna fyrir hönd Félagsvísindastofnunar. Könnunin var framkvæmd haustið 2009. Þátttakendur voru spurðir um þátttöku í mismundandi tegundum menningarviðburða síðastliðna tólf mánuði. Þeir voru einnig spurðir eftir hverju þeir sæktust helst í fjölmiðlum. Eins og sjá má af töflunni til hliðar fóru flestir svarendur í bíó en yfir helmingur mætti einnig á aðra menningarviðburði. Tæp 38 prósent mættu á íþróttaviðburði, en þeir voru aftur á móti duglegri að mæta. Hlutfall þeirra sem sóttu íþróttaviðburð oftar en þrisvar á árinu var 68 prósent; aðeins í hópi kvikmyndahúsagesta var hlutfallið hærra. Fleiri konur en karlar sækja leikhús, tónleika og listasöfn en í kvikmyndahúsum, á sögustöðum og menningarhátíðum er munurinn innan skekkjumarka. Hlutfallslega fleiri karlar en konur sækja hins vegar íþróttaviðburði, 48 prósent á móti 29. Athygli vekur að átján prósent svarenda höfðu ekki lesið bók sér til ánægju á árinu. Hæst var hlutfallið í hópi ungmenna á aldrinum 18 til 29 ára, 30,2 prósent, en í hópi karla sem ekki höfðu lesið bók var hlutfallið litlu lægra, 27 prósent. Rúm 35 prósent svarenda fóru aldrei á bókasafn á árinu. Rétt rúmur fimmtungur svarenda fékkst hins vegar við skriftir á Netið, til dæmis á bloggi eða öðrum heimasíðum. Úrtak könnunar var 1200 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Alls tóku 695 þátt. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Fleiri sækja menningar-viðburði en íþróttaviðburði og fleiri sækjast eftir umfjöllun um menningu og listir en íþróttir í fjölmiðlum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á menningarneyslu Íslendinga. Niðurstöður hennar voru kynntar í Þjóðminjasafni Íslands í gær. Andrea Dofradóttir kynnti skýrsluna fyrir hönd Félagsvísindastofnunar. Könnunin var framkvæmd haustið 2009. Þátttakendur voru spurðir um þátttöku í mismundandi tegundum menningarviðburða síðastliðna tólf mánuði. Þeir voru einnig spurðir eftir hverju þeir sæktust helst í fjölmiðlum. Eins og sjá má af töflunni til hliðar fóru flestir svarendur í bíó en yfir helmingur mætti einnig á aðra menningarviðburði. Tæp 38 prósent mættu á íþróttaviðburði, en þeir voru aftur á móti duglegri að mæta. Hlutfall þeirra sem sóttu íþróttaviðburð oftar en þrisvar á árinu var 68 prósent; aðeins í hópi kvikmyndahúsagesta var hlutfallið hærra. Fleiri konur en karlar sækja leikhús, tónleika og listasöfn en í kvikmyndahúsum, á sögustöðum og menningarhátíðum er munurinn innan skekkjumarka. Hlutfallslega fleiri karlar en konur sækja hins vegar íþróttaviðburði, 48 prósent á móti 29. Athygli vekur að átján prósent svarenda höfðu ekki lesið bók sér til ánægju á árinu. Hæst var hlutfallið í hópi ungmenna á aldrinum 18 til 29 ára, 30,2 prósent, en í hópi karla sem ekki höfðu lesið bók var hlutfallið litlu lægra, 27 prósent. Rúm 35 prósent svarenda fóru aldrei á bókasafn á árinu. Rétt rúmur fimmtungur svarenda fékkst hins vegar við skriftir á Netið, til dæmis á bloggi eða öðrum heimasíðum. Úrtak könnunar var 1200 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Alls tóku 695 þátt. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira