Innlent

ESB málinu vísað til málefnaþings

Fjórtán ályktanir voru samþykktar á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem fram fór í gær og í dag. Ályktanirnar voru af fjölbreyttum toga, allt frá efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar til stjórnmálasambands við Ísrael. Sem dæmi má nefna að fundurinn mótmælir harðlega ákærum á hendur níumenningunum svokölluðu sem mótmæltu í Alþingishúsinu í desember 2008. Þá eru íslensk stjórnvöld hvött til að undirbúa slit á stjórnmálasambandi við Ísrael.

Evrópumálin voru einnig rædd á fundinum og samþykkti fundurinn að vísa tillögu um að draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu til málefnaþings, sem haldið verður á haustmánuðum. „Forsendur ESB umsóknar eru breyttar og í því ljósi er mikilvægt að málið verði tekið til gagngerrar endurskoðunar. Jafnframt felur flokksráð stjórn flokksins að skipa hið fyrsta undirbúningshóp til að halda utan um meðferð málsins fram að málefnaþinginu vegna fyrirhugaðs málefnaþings. Flokksráð ítrekar andstöðu VG við aðild að Evrópusambandinu og vísar til fyrri samþykkta í þeim efnum."

Hér að neðan má sjá allar ályktanir fundarins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.