Íslenski boltinn

Umfjöllun: Haukar grátlega nálægt því að landa fyrsta sigrinum

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Ian Jeffs skoraði fyrir Valsmenn.
Ian Jeffs skoraði fyrir Valsmenn.
Valur og Haukar skildu jöfn, 2-2, í Pepsi-deild karla er liðin áttust við á þeirra sameiginlega heimavelli Vodafone-vellinum í kvöld. Haukar gátu tryggt sér fyrsta sigurinn undir lokin en Arnar Gunnlaugsson skaut framhjá úr víti. Haukamenn byrjuðu leikinn miklu grimmari og voru líklegri aðilinn. Valsmenn vöknuðu þó eftir korter og voru nálægt því að komast yfir þegar Haukur Páll átti skalla að marki eftir hornspyrnu en Amir Mechica varði glæsilega. Um miðjan fyrrihálfleik skoraði Hilmar Geir Eiðsson fyrsta mark leiksins en hann slapp í gegn eftir frábæra sendingu frá Arnari Gunnlaugssyni og kláraði færið vel. Ian Jeffs jafnaði leikinn fyrir Valsmenn rétt fyrir leikhlé en þá brunaði Arnar Sveinn Geirsson upp vænginn og sendi boltann fyrir þar sem Ian Jeffs var mættur og skoraði auðveldlega framhjá Amir Mehicha í markinu. Þannig stóðu leikar í hálfleik,1-1. Eftir klukkutíma leik komust Haukar aftur yfir en þá skoraði Arnar Gunnlaugsson með góðu skoti eftir gott samspil við Hilmar Rafn Emilsson. Markið kom eftir að Jón Vilhelm Ákason tapaði boltanum klaufalega á miðjunni en hann var svo tekinn af velli í kjölfarið eftir mistökin. Gamli refurinn Sigurbjörn Hreiðarsson kom inn á sem varamaður fyrir Hauk Pál Sigurðsson sem þurfti að yfirgefa völlinn vegna höfuð meiðsla. Hann stimplaði sig inn í leikinn þegar korter var eftir en þá skoraði hann af stuttu færi og jafnaði leikinn á ný fyrir Valsmenn. Á 83 mínútu leiksins fékk Arnar Gunnlaugsson kjörið tækifæri til að tryggja Haukum fyrsta sigurinn en hann skaut þá framhjá úr vítaspyrnu og mátti sjá vonbrigðarsvipinn á stuðningsmönnum Hauka. Mörkin urðu ekki fleiri og sættust liðin á jafntefli en Haukarnir voru ansi nálægt því að krækja í fyrsta sigurinn í þetta skiptið, þeir þurfa þó að bíða eitthvað lengur. Valur-Haukar 2-2 (1-1) 0-1 Hilmar Geir Eiðsson (26.) 1-1 Ian Jeffs (45.) 1-2 Arnar Gunnlaugsson (57.) 2-2 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (74.) Vodafonevöllurinn. Áhorfendur: 1027 Dómari: Einar Örn Daníelsson (6) Skot (á mark): 12-10 (8-5) Varin skot: Kjartan 3 - Amir 5 Horn: 7-2 Aukaspyrnur fengnar: 14-16 Rangstöður: 5-3 Valur (4-3-3): Kjartan Sturluson 6 Stefán Jóhann Eggertsson 6 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Martin Pedersen 5 Greg Ross 5 Haukur Páll Sigurðsson 6 (43. Sigurbjörn Hreiðarsson 7 ) Rúnar Már Sigurjónsson 6 Jón Vilhelm Ákason 4 (60. Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5 ) Ian Jeffs 7 Arnar Sveinn Geirsson 7 Danni König 6 (72. Viktor Unnar Illugason 6 ) Haukar (4-5-1): Amir Mechica 6 Guðjón Pétur Lýðsson 6 Guðmundur Mete 7 Kristján Ómar Björnsson 6 Daníel Einarsson 6 Úlfar Hrafn Pálsson 6 (70. Pétur Örn Gíslason 5 ) Hilmar Geir Eiðsson 7 Ásgeir Þór Ingólfsson 6 Gunnar Ásgeirsson 6 Arnar Gunnlaugsson 8 - Maður leiksins Hilmar Rafn Emilsson 7



Fleiri fréttir

Sjá meira


×