Íslenski boltinn

Guðmundur: Er með leynibrögð til að rífa hausinn á mönnum upp

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Guðmundur, oft nefndur Guardiola Benediktsson.
Guðmundur, oft nefndur Guardiola Benediktsson. Fréttablaðið/Stefán
Selfyssingar heimsækja Grindvíkinga í kvöld en leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Þau sitja við botn Pepsi-deildarinnar, með 7 og 6 stig.

"Það er óhætt að segja að við höfum ekki verið að spila vel. Við höfum ekki verið að ná í stig og ósjálfrátt dettur hausinn á mönnum niður við það," sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga við Vísi.

"Það er þá verkefni mitt og annarra í kringum liðið að ná hausnum aftur upp. Við þurfum að berja liðið áfram. "

"Ég hef fulla trú á liðinu og að við getum sýnt hvað í okkur býr," sagði Guðmundur, en hvernig hyggst hann rífa hausinn á mönnum upp?

"Ég er með fullt af leynibrögðum til að gera það. Ég get ekkert tjáð mig um það opinberlega," sagði Guðmundur léttur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×