Íslenski boltinn

Ólafur Páll: Spiluðum frábærlega

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Páll í leiknum í kvöld.
Ólafur Páll í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán
Ólafur Páll Snorrason segir að FH hafi spilað mjög vel í 4-1 sigri liðsins á Fram í Pepsi-deild karla í kvöld.

„Þetta var mjög þægilegur sigur," sagði hann. „Við reyndar settum pressu á okkur með því að fá klauflegt mark á okkur í upphafi síðari hálfleiks en við vorum þó mjög góðir í dag og spiluðum frábærlega."

„Það var svo sem ekkert annað í stöðunni enda frábært verður og fullt af áhorfendum. Við náðum nú að lyfta okkur í átt að toppnum og það er gott."

Hann segir sóknarleikinn hafa gengið mjög vel í dag. „Við létum boltann ganga hratt manna á milli og reyndum að láta hann fljóta eins vel og hægt er. Upp úr því náðum við að skora fjögur mörk."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×