Íslenski boltinn

Arnar: Annað vítið sem að ég klúðra á ferlinum

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
„Þetta var svona heilsteyptasti leikurinn okkar í sumar. Við höfum átt fína kafla í mörgum leikjum en ekki verið nógu heilsteyptir í 90 mínútur og mér finnst fólk vera búið að tala óþarflega ílla um okkur þar sem við höfum verið að standa vel í öllum liðunum. En það er búið að vera góður stígandi í þessu," sagði Arnar Gunnlaugsson, markaskorari Hauka, eftir 2-2 jafntefli gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld.

Arnar var frábær í leiknum en hann lagði upp fyrsta markið og skoraði það síðara fyrir Hauka. Hann gat þó tryggt Haukum fyrsta sigur sumarsins undir lokin en skaut boltanum framhjá markinu úr vítaspyrnu. Arnar er þekktur fyrir að vera gríðarlega öruggur á punktinum en þetta var önnur vítaspyrnan sem Arnar klúðrar á ferlinum.

„Ég bara klikkaði á vítinu og það gerist víst fyrir bestu menn. Ég held að þetta sé annað vítið sem að ég klúðra á ferlinum, þetta var alveg grátlegt," sagði Arnar svekktur.

„Við sýndum góðan sóknarleik í kvöld og það var það sem vantaði í síðasta leik svo það er jákvætt. Við sýndum heilsteyptan leik í kvöld og fengum gott hér gott stig," sagði Arnar í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×