Íslenski boltinn

Milan Stefán: Ætlum að byggja á góðum leik á móti KR

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Milan Stefán Jankovic ásamt syni sínum Marko Valdimari og Guðmundi Agli Bergsteinssyni.
Milan Stefán Jankovic ásamt syni sínum Marko Valdimari og Guðmundi Agli Bergsteinssyni. Mynd/Heimasíða Grindavíkur
Milan Stefán Jankovic stýrir Grindvíkingum í kvöld, líkt og í undanförnum leikjum og þeim næstu, þar sem Ólafur Örn Bjarnason er enn í Noregi. Milan segir alla í Grindavík gera sér grein fyrir mikilvægi leiksins gegn Selfossi í kvöld.

"Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur, það vita það allir. Við erum allir tilbúnir í slaginn," sagði Milan Stefán.

"Við spiluðum vel gegn KR og ætlum að byggja á þeim góða leik núna," bætti þjálfarinn við.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins eins og allir aðrir leikir umferðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×