Enski boltinn

Sneijder ekki til Man. Utd. sem sýnir Balotelli áhuga

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Sneijder ætlar að framlengja við Inter.
Sneijder ætlar að framlengja við Inter. AFP
Wesley Sneijder fer ekki til Manchester United í sumar. Þetta segir félag hans, Inter Milan. Sneijder hefur verið einn besti leikmaður HM í sumar. Hollendingurinn á möguleika á að vinna einstaka fernu, ítalska bikarinn, ítalska meistaratitilinn, Meistaradeildina og heimsmeistaratitilinn fyrstur manna. Hann var orðaður við United í vikunni en forseti Inter segir hann einfaldlega ekki til sölu. United ætlaði að bjóða um 30 milljónir punda í Sneijder. "Áhuginn frá United er till staðar, en ég skoðaði það ekkert sérstaklega. Ég er að horfa á Sneijder á HM og mun gera það hjá Inter næstu ár," sagði Moratti að því er fram kemur hjá Guardian í dag. Hann staðfesti einnig að United hefði sýnt Mario Balotelli áhuga, ásamt fleiri félögum, meðal annars Manchester City.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×