Umfjöllun: Grindvíkingar klaufar Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júlí 2010 15:35 Grindvíkingar náðu ekki að komast upp fyrir Selfyssinga og úr fallsætinu eftir ,1-1, jafntefli í botnslagnum suður með sjó í kvöld. Grétar Ólafur Hjartarson skoraði mark Grindvíkinga en Auðun Helgason skoraði sjálfsmark og því var jafntefli niðurstaðan. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Grindvíkingar í ellefta sæti með 6 stig, en Selfyssingar með einu stigi meira í því tíunda. Með sigri gátu heimamenn komist upp fyrir Selfyssinga og í leiðinni úr fallsæti í fyrsta skipti á þessu tímabili. Það var því sannkallaður sex stiga leikur suður með sjó í kvöld. Leikurinn hófst með miklum látum og það var strax ljóst frá fyrstu mínútunum að Grindvíkingar ætluðu að selja sig dýrt. Heimamenn sóttu án afláts í fyrri hálfleiknum og strax á 10. mínútu komst Gilles Mbang Ondo einn í gegn um vörn Selfyssinga og náði fínu skoti að markinu en Jóhann Ólafur varði vel fyrir gestina. Fjórum mínútum síðar komst Jósef Kristinn Jósefsson einn í gegn um vörn Selfyssinga ,eftir frábæra stungusendingu frá Gilles Mbang Ondo, og átti gott skot að markinu en aftur varði Jóhann Ólafur frábærlega. Það var síðan á 22. mínútu leiksins sem heimamenn náðu að brjóta ísinn , en þá skoraði Grétar Ólafur Hjartarson virkilega flott mark eftir að hafa sloppið einn í gegn um vörn Selfyssinga. Eftir markið héldu Grindvíkingar áfram að pressa á Selfyssinga og í raun ótrúlegt að staðan hafi bara verið 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik komu gestirnir tvíefldir til baka og nýttu sér að spila með vindinum. Hægt og rólega juku Selfyssingar pressuna að marki Grindvíkinga og á 49. mínútu var mark dæmt af Selfyssingum. Gestirnir fengu aukaspyrnu sem Guðmundur Þórarinsson tók af 35 metra færi. Boltinn endaði í slánni og hrökk út til Davíðs Birgissonar sem renndi honum í netið. Dómarinn dæmdi aftur á móti markið af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar náðu Selfyssingar að jafna metin en þá varð Auðun Helgason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Þar var aftur á ferðinni Guðmundur Þórarinsson en hann tók frábæra hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Jóni Daða Böðvarssyni sem skallaði boltann í slánna og niður í jörðina. Auðun Helgason reyndi því næst að hreinsa boltann frá með þeim afleiðingum að hann skoraði sjálfsmark. Bæði liðin voru líklega í restina að ná inn sigurmarkinu en það hafðist ekki og því lyktaði leiknum með ,1-1, jafntefli. Grindavík - Selfoss 1-1 1-0 Grétar Ólafur Hjartarson (22.) 1-1 Auðun Helgason, sjm. (57.) Grindavíkurvöllur - Áhorfendur: 778 Dómari: Erlendur Eiríksson 6 Skot (á mark): 11-11 (5-2) Varin skot: Rúnar 1– Jóhann 5 Horn: 3-6 Aukaspyrnur fengnar 9-9 Rangstöður 4-3 Grindavík 4-4-2 Rúnar Dór Daníelsson 6 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Ramsey 6 (89. Alexander Magnússon - ) Matthías Örn Friðriksson 5 Jóhann Helgason 7 Páll Guðmundsson 5 (61. Óli Baldur Bjarnason 6 ) Grétar Ólafur Hjartarson 7 Gilles Daniel Mbang Ondo 7 Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 8 – maður leiksinsStefán Ragnar Guðlaugsson 6 Agnar Bragi Magnússon 6 Kjartan Sigurðsson 5 Guðmundur Þórarinsson 7 Ingólfur Þórarinsson 5 (72. Arilíus Marteinsson -) Einar Ottó Antonsson 6 Jón Guðbrandsson 6 (83. Andri Freyr Björnsson - ) Jón Daði Böðvarsson 7 Daði Birgisson 6 Sævar Þór Gíslason 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Grindavík - Selfoss. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Grindvíkingar náðu ekki að komast upp fyrir Selfyssinga og úr fallsætinu eftir ,1-1, jafntefli í botnslagnum suður með sjó í kvöld. Grétar Ólafur Hjartarson skoraði mark Grindvíkinga en Auðun Helgason skoraði sjálfsmark og því var jafntefli niðurstaðan. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Grindvíkingar í ellefta sæti með 6 stig, en Selfyssingar með einu stigi meira í því tíunda. Með sigri gátu heimamenn komist upp fyrir Selfyssinga og í leiðinni úr fallsæti í fyrsta skipti á þessu tímabili. Það var því sannkallaður sex stiga leikur suður með sjó í kvöld. Leikurinn hófst með miklum látum og það var strax ljóst frá fyrstu mínútunum að Grindvíkingar ætluðu að selja sig dýrt. Heimamenn sóttu án afláts í fyrri hálfleiknum og strax á 10. mínútu komst Gilles Mbang Ondo einn í gegn um vörn Selfyssinga og náði fínu skoti að markinu en Jóhann Ólafur varði vel fyrir gestina. Fjórum mínútum síðar komst Jósef Kristinn Jósefsson einn í gegn um vörn Selfyssinga ,eftir frábæra stungusendingu frá Gilles Mbang Ondo, og átti gott skot að markinu en aftur varði Jóhann Ólafur frábærlega. Það var síðan á 22. mínútu leiksins sem heimamenn náðu að brjóta ísinn , en þá skoraði Grétar Ólafur Hjartarson virkilega flott mark eftir að hafa sloppið einn í gegn um vörn Selfyssinga. Eftir markið héldu Grindvíkingar áfram að pressa á Selfyssinga og í raun ótrúlegt að staðan hafi bara verið 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik komu gestirnir tvíefldir til baka og nýttu sér að spila með vindinum. Hægt og rólega juku Selfyssingar pressuna að marki Grindvíkinga og á 49. mínútu var mark dæmt af Selfyssingum. Gestirnir fengu aukaspyrnu sem Guðmundur Þórarinsson tók af 35 metra færi. Boltinn endaði í slánni og hrökk út til Davíðs Birgissonar sem renndi honum í netið. Dómarinn dæmdi aftur á móti markið af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar náðu Selfyssingar að jafna metin en þá varð Auðun Helgason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Þar var aftur á ferðinni Guðmundur Þórarinsson en hann tók frábæra hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Jóni Daða Böðvarssyni sem skallaði boltann í slánna og niður í jörðina. Auðun Helgason reyndi því næst að hreinsa boltann frá með þeim afleiðingum að hann skoraði sjálfsmark. Bæði liðin voru líklega í restina að ná inn sigurmarkinu en það hafðist ekki og því lyktaði leiknum með ,1-1, jafntefli. Grindavík - Selfoss 1-1 1-0 Grétar Ólafur Hjartarson (22.) 1-1 Auðun Helgason, sjm. (57.) Grindavíkurvöllur - Áhorfendur: 778 Dómari: Erlendur Eiríksson 6 Skot (á mark): 11-11 (5-2) Varin skot: Rúnar 1– Jóhann 5 Horn: 3-6 Aukaspyrnur fengnar 9-9 Rangstöður 4-3 Grindavík 4-4-2 Rúnar Dór Daníelsson 6 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Scott Ramsey 6 (89. Alexander Magnússon - ) Matthías Örn Friðriksson 5 Jóhann Helgason 7 Páll Guðmundsson 5 (61. Óli Baldur Bjarnason 6 ) Grétar Ólafur Hjartarson 7 Gilles Daniel Mbang Ondo 7 Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 8 – maður leiksinsStefán Ragnar Guðlaugsson 6 Agnar Bragi Magnússon 6 Kjartan Sigurðsson 5 Guðmundur Þórarinsson 7 Ingólfur Þórarinsson 5 (72. Arilíus Marteinsson -) Einar Ottó Antonsson 6 Jón Guðbrandsson 6 (83. Andri Freyr Björnsson - ) Jón Daði Böðvarsson 7 Daði Birgisson 6 Sævar Þór Gíslason 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Grindavík - Selfoss.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira