Enski boltinn

Glórulausar launakröfur hjá Bullard

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það verður víst ekkert úr því að Jimmy Bullard fari til Celtic. Svo segir Adam Pearson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hull.

Hull og Celtic höfðu náð samkomulagi um að Bullard yrði lánaður til Celtic í eitt ár. Launakröfur leikmannsins voru aftur á móti of háar og hann náði því ekki samkomulagi við Celtic.

"Hvað okkur varðar verður ekkert af þessu láni. Ástæðan er glórulausar launakröfur leikmannsins," sagði Pearson.

"Við höfum gert allt til þess að láta málið ganga upp en Jimmy vill of mikla peninga."

Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Hull sem er að reyna að minnka launakostnað sinn og þarf þess vegna að losa sig við einhverja leikmenn af launaskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×