Fótbolti

Walcott og Bent ekki með? - HM-liðið ekki tilkynnt fyrr en klukkan tvö

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott í leik á móti Japan um helgina.
Theo Walcott í leik á móti Japan um helgina. Mynd/AFP
Enska knattspyrnusambandið mun ekki gefa út HM-hóp enska landsliðsins fyrr en klukkan 14.00 að íslenskum tíma þótt að það sé þegar farið að leka út hvaða leikmenn hafa fengið þær leiðinlegu fréttir í morgun að þeir fái ekki að fara með á HM.

Capello hefur eytt deginum í að láta þá leikmenn vita sem komast ekki með á HM en ítalski þjálfarinn hringdi í þá leikmenn sem sitja eftir með sárt ennið. Hann flaug til Ítalíu til að hitta aldraða móður sína áður en hann færi á HM.

Upp úr hádeginu fóru fréttir að berast af því hvaða sjö leikmenn höfðu dottið úr hópnum. Fyrstu nöfnin fram í sviðsljósið voru nöfn þeirra Darren Bent og Theo Walcott. Það kom mikið á óvart að Walcott væri ekki með því hann var í byrjunarliðinu í síðustu tveimur æfingaleikjum.

Capello hafði gefið það út að hann þyrfti að skilja einn eftir af þeim Theo Walcott, Aaron Lennon og Shaun Wright-Phillips en allir bjuggust við að Wright-Phillips yrði skilinn eftir heima.

Fljótlega eftir þetta lak það út að Adam Johnson færi ekki með en um leið fréttist af því að Joe Cole, Michael Carrick og Shaun Wright-Phillips færu allir með til Suður-Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×