Inter Milan ætlar að reyna að kaupa Javier Mascherano í sumar, en þarf fyrst að selja Mario Balotelli. Þegar Rafael Benítez var hjá Liverpool verðlagði hann Mascherano á 50 milljónir punda.
Benítez hræddi þar með Barcelona frá því að bjóða í fyrirliða argentínska landsliðsins sem er í fríi þessa dagana eftir HM.
Staðarblaðið Liverpool Echo segir í dag að Inter ætli ekki að gefast upp á Mascherano, en fregnir fyrr í sumar bentu til að félagið hefði ekki efni á honum.
Mascherano hefur sjálfur gefið sterklega í skyn að hann vilji fara frá Liverpool sem verðleggur hann á um og yfir 30 milljónir punda.
Umboðsmaður Mascherano segir að ef eitthvað gerist, muni það líklega gerast undir lok félagaskiptagluggans. Það bendir til að Inter þurfi að selja Balotelli til að kaupa Mascherano.
Balotelli kostar einnig um 30 milljónir punda og er Manchester City áhugasamt um leikmanninn.
Það myndi henta Liverpool illa að bíða svo lengi, eðlilega vill félagið selja og kaupa leikmenn sem fyrst, áður en tímabilið hefst þann 14. ágúst.
Benítez vill enn kaupa Mascherano en þarf að selja fyrst
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið

Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji?
Enski boltinn

Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak
Enski boltinn

KR sækir ungan bakvörð út á landi
Körfubolti

ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal
Íslenski boltinn

„Sýna að maður eigi það skilið“
Körfubolti





Segir að þeim besta í heimi sé skítsama
Körfubolti