Enski boltinn

Torres ætlar að ræða við Hodgson og stjórnina eftir HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Fernando Torres undirbýr sig af kappi fyrir undanúrslitaleikinn gegn Þjóðverjum í kvöld. Hann var því væntanlega ekki að hitta Roman Abramovich eiganda Chelsea eins og fréttamiðlar ytra greindu frá í gær. Torres ætlar að ræða við forráðamenn Liverpool og nýja stjórann áður en hann ákveður framtíð sína. Eðlilega er maður að hans kaliberi hugsi varðandi framtíðina þegar staðan á félaginu hans er í óvissu. Chelsea er talið eina liðið sem hann gæti farið til. Hann hefur ekki áhuga á Manchester City og vill helst vera áfram á Englandi. Líklegast er að það verði hjá Liverpool þar sem félagið vill alls ekki selja spænska framherjann. En, vilji leikmaðurinn fara gæti það skapað vandamál fyrir félagið. "Í sannleika sagt er ekkert gert á meðan HM er í gangi. Leikmenn vilja bíða, það er nægur tími til stefnu eftir mótið," sagði Torres en ef Abramovich fær til Suður-Afríku fengu hann væntanlega hvorki leyfi frá spænska landsliðinu til að hitta leikmanninn auk þess sem það bryti í bága við knattspyrnureglur. Torres hélt áfram. "Það er nægur tími til að tala við Liverpool eftir mótið. Ég vil ræða við stjórnina og nýja stjórann," sagði Torres í viðtali við spænska blaðið El Mundo Deportivo.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×