Enski boltinn

Messi vill Fabregas en Busquets vill virða afstöðu Arsenal

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Komdu til okkar! David Villa gantast með Fabregas, Busquets horfir á.
Komdu til okkar! David Villa gantast með Fabregas, Busquets horfir á. AFP
Sergio Busquets segir að Barcelona verði að virða afstöðu Arsenal til félagaskipta Cesc Fabregas. Fabregas er statt og stöðugt orðaður við Katalóníufélagið.

Busquets spilaði með Fabregas á HM og segir að hann sé frábær leikmaður sem myndi bæta Barcelona.

"Við verðum að virða að hann er í eigu annars félags, ekki Barcelona. Hann er leikmaður Arsenal," sagði Busquets.

Lionel Messi bætti því við að hann vilji fá Fabregas til Barcelona. "Ég væri í skýjunum ef hann kæmi. Við spiluðum saman sem krakkar og hann þekkir félagið," sagði Messi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×