Enski boltinn

Rooney vann dómsmál í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wayne Rooney vann í dag dómsmál sem fyrrum umboðsmannafyrirtæki hans höfðaði gegn honum. Fyrirtækið vildi fá 4,3 milljónir punda frá enska framherjanum.

Umboðsmannafyrirtækið hélt því fram að Rooney hefði ekki greitt umboðslaun til þeirra fyrir stóra styrktarsamninga.

Á þeim tíma hafði Rooney samið við einn af yfirmönnum umboðsfyrirtækisins og taldi sig ekki þurfa að greiða gamla umboðsfyrirtækinu fyrir samninga sem voru gerðir skömmu síðar eftir að þeir hófu samstarf.

Því var umboðsfyrirtækið ekki sammála og ákvað því að kæra Rooney. Það gekk ekki og Rooney þarf því ekki að greiða fyrirtækinu krónu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×