Enski boltinn

Yossi Benayoun: Væntingarnar voru miklar fyrir tímabilið

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Yossi Benayoun, leikmaður Liverpool, segir að leiktímabilið hjá hans mönnum hafi verið algjört klúður. Hann kennir stjórnarmönnum liðsins um og bendir á að salan á Xabi Alonso og staða stjórans, Rafa Benitez, hafi haft mikil áhrif á liðið.

„Væntingarnar voru miklar fyrir tímabilið en ekkert gekk upp hjá okkur í vetur. Xabi Alonso fór til Real Madrid, við spiluðum ílla í nokkrum leikjum og þá sá maður leiðtogana byrja að hlaupa í burtu," sagði Benayoun.

„Vandamálin fóru að dynja á okkur og eftir tvo mánuði þá sáum við fólkið í kringum félagið byrja að hlaupa í burtu og markmið liðsins fóru að breytast.

„Fyrst ætluðum við okkur að enda í fjórum af efstu sætunum en það gekk ekki upp og verður að teljast mjög lélegt þar sem að Liverpool hefur verið í Meistaradeildinni síðustu níu ár," bætti Benayoun við en hann segir öll umfjöllun og vangaveltur í kringum liðið hafi haft slæm áhrif.

„Það var mikið talað um sölu á félaginu og stöðu þjálfarans. Þetta fór allt yfir á neikvæðu nóturnar," sagði Benayoun.

Yossi Benayoun skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið síðasta sumar en spurning er hvort leikmaðurinn dvelji mikið lengur í bítlaborginni eftir hörmulegt gengi liðsins í vetur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×