Enski boltinn

Ferguson hefur áhyggjur af heilsunni

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur meiri áhyggjur af heilsunni en hvort að lið hans nái að landa meistaratitlinum í nítjánda skipti.

Ferguson hefur gefið í skyn síðustu ár að hann sé að fara hætta og miklar vangaveltur er um það hvort hans tími sé kominn og nýr stjóri taki við á Old Trafford.

„Ég er meðvitaður um sjálfan mig, ég mun ekki breyta því hver ég er. Ég vona bara að heilsa mín sé í lagi," sagði Ferguson við matargesti á góðgerðarsamkomu sem haldin var nýverið.

„Þegar þú ert orðinn 68 ára gamall þá er það eina sem þú vonar að þú vaknir daginn eftir þegar þú ferð að sofa. Síðustu þrjú ár hef ég misst þrjá úr starfsliði mínu og allir voru þeir komnir yfir sextugt," bætti Ferguson við.

„Þegar ég læt af störfum þarf að finna stjóra sem er sigurvegari og með góðan árangur. Það er mjög erfitt að að segja hver sé rétti maðurinn í starfið."

Ferguson og hans lið berjast nú við Chelsea um titilinn en í dag mun koma í ljós hver verður meistari þetta árið. Ferguson hefur ekki gefið upp alla von.

„Við eigum enn séns á því að vinna deildina. Ég veit að Wigan gerir sitt besta gegn Chelsea. Þetta er síðasti leikdagurinn á tímabilinu og við skuldum áhorfendum okkar sigur hér á heimavelli. Við vitum að við getum unnið þetta, eftir leikinn sjáum við svo til hvað setur," sagði Ferguson að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×