Innlent

Jóhanna: Ljóst að fjárlögin verða mjög erfið

Ríkisstjórnin ætlar að funda fram á kvöld í ráðherrabústaðnum en á fundinum verða horfur í ríkisfjármálum og sameining ráðuneyta verða í forgrunni.

„Þetta er nú bara vinnufundur sem stendur til að halda um ríkisfjármálin og fjárlagagerðina, undirbúninginn, hvar við erum á vegi stödd þar bíða stór og snúin verkefni," sagði Steingrímur J. Sigfússon rétt áður en fundur hófst.

Útgjaldamarkmiðin í ríkisfjármálum eru vel á áætlun segir Steingrímur og vaxtakostnaður stefnir í að verða lægri en búist var við. „En þegar kemur að tekjuhliðinni er sumt á áætlun og annað undir, nú þurfum við að meta þetta og setja þetta inn í efnahagsáætlunina."

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði ljóst að fjárlögin verði mjög erfið. „Öllum er það ljóst, samdrátturinn er minni en búist var við þannig að við erum að vona að við klárum þetta en það verður erfitt."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×