Enski boltinn

Ferguson: Við klöppum fyrir Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, bar sig vel eftir sigurinn á Stoke í dag en sigurinn dugði ekki til því Chelsea hampaði bikarnum í lok dags og batt þar með enda á þriggja ára einokun United.

„Við vissum alltaf að það yrði erfitt fyrir Wigan að næla í stig. Þegar við heyrðum að þeir væru aðeins tíu inn á vellinum vissum við að þetta væri búið. Við klöppum samt fyrir Chelsea og Carlo Amcelotti því við vitum hversu erfitt það er að vinna deildina," sagði Ferguson í dag en verða breytingar hjá félaginu í sumar.

„Við erum að skoða þau mál. Það er eitt eða tvö mál í gangi en ekki búið að skrifa undir neitt," sagði Ferguson sem ætlar sér að stýra United áfram á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×