Eyjamenn vilja fleiri ferðir Herjólfs 25. ágúst 2010 04:00 Herjólfur Landeyjahöfn hefur dregið gríðarlegan fjölda ferðamanna til Eyja. Fyrir kemur að heimamenn komist ekki með skipinu um helgar vegna ásóknar ferðamanna.Fréttablaðið/Arnþór Vestmanneyingar vilja að ferðum Herjólfs milli Eyja og Landeyjahafnar verði fjölgað. Einungis er mánuður frá því að ný Landeyjahöfn var tekin í notkun og ferðum var fjölgað verulega en bæjarstjóri Vestmannaeyja segir að skipið anni ekki eftirspurn að óbreyttu. Um síðustu mánaðamót gekk í gildi ný Evrópureglugerð sem leiðir til þess að Herjólfi er nú aðeins leyfilegt að flytja 399 farþega í hverri ferð í stað 520 farþega áður, segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Síðastliðinn mánuð hafa 60.000 farþegar siglt milli lands og Eyja. Allt árið á undan voru farþegarnir 127.000 talsins á tólf mánuðum. Farþegafjöldinn síðasta mánuð jafngildir því helmingi farþegafjölda alls síðasta árs. „Skipið ber ekki nóg til að núverandi áætlun dugi,“ segir Elliði. „Það er eingöngu ein leið fær og það er að fjölga ferðum.“ Nú eru farnar þrjár til fimm ferðir daglega, flestar um helgar en fæstar í byrjun viku. Næsta laugardag á 300 manna hópur pantað far með fyrstu ferð dagsins, að sögn Elsu Valgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Golfklúbbs Vestmannaeyja. Þetta leiðir til þess að 100 manna hópur sem var búinn að panta rástíma á Golfvelli Vestmannaeyja að morgni laugardagsins kemst ekki út í Eyjar. Elsa segir að það sé bagalegt fyrir ferðaþjónustuaðila í Eyjum hve seint siglingar skipsins hefjist um helgar. Fyrsta ferð er klukkan níu um helgar en klukkan hálfátta virka daga. Best væri að ferðir væru á sama tíma um helgar og virka daga. Elliði segir að Eyjamenn vilji bara að ferðirnar anni eftirspurn, ekkert umfram það. „Orðræðan í gegnum tíðina hefur verið sú að siglingar Herjólfs séu eitthvert einkamál okkar Eyjamanna. Nýtingartölur fyrsta mánuðinn eftir að Landeyjahöfn kom til sýnir að notendurnir eru í hverfandi mæli Eyjamenn. Þessir 60.000 farþegar eru að mestu leyti Íslendingar sem eru að nota skipið sér til skemmtunar og ánægju.“ „Ég er mjög bjartsýnn á að við fáum aukaferð á laugardag,“ segir bæjarstjórinn. „Og ég er bjartsýnn á að samgönguyfirvöld komi til móts við okkur og sjái að það er brýn þörf á að endurskoða áætlunina.“ peturg@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Vestmanneyingar vilja að ferðum Herjólfs milli Eyja og Landeyjahafnar verði fjölgað. Einungis er mánuður frá því að ný Landeyjahöfn var tekin í notkun og ferðum var fjölgað verulega en bæjarstjóri Vestmannaeyja segir að skipið anni ekki eftirspurn að óbreyttu. Um síðustu mánaðamót gekk í gildi ný Evrópureglugerð sem leiðir til þess að Herjólfi er nú aðeins leyfilegt að flytja 399 farþega í hverri ferð í stað 520 farþega áður, segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Síðastliðinn mánuð hafa 60.000 farþegar siglt milli lands og Eyja. Allt árið á undan voru farþegarnir 127.000 talsins á tólf mánuðum. Farþegafjöldinn síðasta mánuð jafngildir því helmingi farþegafjölda alls síðasta árs. „Skipið ber ekki nóg til að núverandi áætlun dugi,“ segir Elliði. „Það er eingöngu ein leið fær og það er að fjölga ferðum.“ Nú eru farnar þrjár til fimm ferðir daglega, flestar um helgar en fæstar í byrjun viku. Næsta laugardag á 300 manna hópur pantað far með fyrstu ferð dagsins, að sögn Elsu Valgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Golfklúbbs Vestmannaeyja. Þetta leiðir til þess að 100 manna hópur sem var búinn að panta rástíma á Golfvelli Vestmannaeyja að morgni laugardagsins kemst ekki út í Eyjar. Elsa segir að það sé bagalegt fyrir ferðaþjónustuaðila í Eyjum hve seint siglingar skipsins hefjist um helgar. Fyrsta ferð er klukkan níu um helgar en klukkan hálfátta virka daga. Best væri að ferðir væru á sama tíma um helgar og virka daga. Elliði segir að Eyjamenn vilji bara að ferðirnar anni eftirspurn, ekkert umfram það. „Orðræðan í gegnum tíðina hefur verið sú að siglingar Herjólfs séu eitthvert einkamál okkar Eyjamanna. Nýtingartölur fyrsta mánuðinn eftir að Landeyjahöfn kom til sýnir að notendurnir eru í hverfandi mæli Eyjamenn. Þessir 60.000 farþegar eru að mestu leyti Íslendingar sem eru að nota skipið sér til skemmtunar og ánægju.“ „Ég er mjög bjartsýnn á að við fáum aukaferð á laugardag,“ segir bæjarstjórinn. „Og ég er bjartsýnn á að samgönguyfirvöld komi til móts við okkur og sjái að það er brýn þörf á að endurskoða áætlunina.“ peturg@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira