Enski boltinn

Rio notar Twitter þó svo Ferguson hafi bannað það

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Rio Ferdinand, leikmaður Man. Utd, er augljóslega mjög hugaður maður því hann hefur neitað að verða við fyrirmælum stjórans síns, Sir Alex Ferguson.

Skoski stjórinn hefur bannað öllum leikmönnum sínum að nota samskiptasíður á borð við Facebook og Twitter. Allir leikmenn félagsins hafa farið að þeim fyrirmælum nema Rio.

Hann er enn að nota Twitter og er þess utan að tjá sig um málefni félagsins. Hann greindi frá því á Twitter um daginn að Owen Hargreaves væri ekki að hætta í fótbolta.

Ferguson er afar illa við það að leikmenn tjái sig um málefni félagsins og Rio má búast við hárblásarameðferðinni frá kallinum er hann snýr til baka úr sumarfríi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×