Enski boltinn

Sunderland vill kaupa Welbeck

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Eric Black, aðstoðarstjóri Sunderland, hefur staðfest að félagið sé á höttunum eftir Danny Welbeck, framherja Man. Utd.

Welbeck var hluta af síðasta tímabili á láni hjá Sunderland og stóð sig vel. Þess vegna vill Sunderland kaupa hann.

Welbeck er með United í Bandaríkjunum núna og afar ólíklegt verður að teljast að United muni selja hann. Sérstaklega þar sem Sir Alex Ferguson var að gefa það út að ungir leikmenn liðsins fái fín tækifæri með liðinu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×