Íslenski boltinn

Grétar Sigfinnur: Við vildum sigurinn bara meira en þeir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR.
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR. Mynd/Arnþór
„Ég er bara mjög sáttur við það að halda hreinu og fá þrjú stig, það bara getur ekki verið betra," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, eftir að KR-ingar gjörsigruðu lið Selfyssinga 3-0 í 13.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld á Selfossi.

„Við vildum bara sigurinn meira þrátt fyrir að hafa byrjað leikinn mjög illa þá létum við það ekki á okkur fá og höfðum alltaf trú á verkefninu," sagði Grétar.

„Við vorum mjög sterkir til baka og náðum að halda ró allan tíman. Þegar við misstum Jordao útaf með rautt þá náðum við samt að halda áfram að spila okkar leik og það skipti engu máli að vera einum færri,"sagði Grétar.

KR-ingar mæta Fram á fimmtudaginn í undanúrslitum Visa-bikarsins og er þessi sigur mjög gott veganesti fyrir þann slag.

„Það er frábært að fara með þennan sigur í leikinn á móti Fram, en þeir voru líka að vinna Blika og því koma þeir einnig brjálaðir í leikinn. Leikurinn á fimmtudaginn verður bara hörku bikarslagur sem við ætlum að vinna,"sagði Grétar Sigfinnur að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×