Enski boltinn

Fabregas fer ekki til Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hinn nýi forseti Barcelona, Sandro Rosell, hefur játað sig sigraðan í baráttunni um Cesc Fabregas. Rosell segir að Fabregas komi ekki til félagsins fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar.

Rosell sagði engar viðræður vera í gangi milli Barcelona og Arsenal um kaup á leikmanninum.

"Arsenal er sárt út í Barcelona. Félagið vildi ekki hlusta á tilboð í leikmanninn og ætlar ekki að selja hann," sagði Rosell.

Barcelona er þess utan í fjárhagskröggum og hefur gefist upp á að reyna við nokkra leikmenn þar sem félagið hefur einfaldlega ekki efni á þeim en Barca neyddist á dögunum til þess að taka stórt lán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×