Innlent

Héðinsfjarðargöng dýrari en öll Fjallabyggð

Héðinsfjarðargöng í Fjallabyggð kostuðu meira en samanlagt verðmæti allra fasteigna, lóða, landa og hlunninda í Fjallabyggð.

Héðinsfjarðargöng voru formlega opnuð með viðhöfn fyrir hálfum mánuði og allir íbúar á svæðinu sem fréttastofa náði tali af fyrir opnun ganganna voru alsælir með þessa samgöngubót. En hún kostar eins og önnur stór mannvirki. Fjallabyggð telur bæði Ólafsfjörð og Siglufjörð og svæðið þar í kring, þarna búa tæplega 2070 manns, sem þýðir að göngin kostuðu röskar 23 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Fjallabyggð.

Þegar svo skoðaðar eru nýjustu tölur um opinbert fasteignamat í Fjallabyggð allri, sem sagt á Ólafsfirði, Siglufirði og sveitinni í kring kemur í ljós að öll hús í sveitarfélaginu, allt atvinnuhúsnæði, lóðir, lönd og hlunnindi eru opinberlega metin á rétt undir 11,5 milljarða króna, samkvæmt Fasteignamati ríkisins.

Það er heldur minna en kostaði að tengja þessar tvo bæi saman en Héðinsfjarðargöng kostuðu liðlega 12 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×