Líflátshótanir hræða túlka úr réttarhöldum 27. mars 2010 08:00 Mynd/Haraldur Jónasson Dæmi eru um að sakborningar í alvarlegum brotamálum hafi hótað túlkum í dómsal og hrætt þá svo að þeir hafa hætt í miðjum réttarhöldum. Ákæruvaldið hefur þá þurft að bregða skjótt við og útvega nýja túlka. Embætti ríkissaksóknara sótti nýverið mál þar sem túlkurinn varð mjög hræddur og kvaðst aldrei ætla að koma aftur. Annar túlkur var fenginn til að hlýða á skýrslutöku, til þess að úr því fengist skorið hvað fram hefði farið. Í ljós kom að sakborningurinn hafði hótað túlknum lífláti. Sækja hefur þurft dómtúlka til annarra landa, því þeir sem eru búsettir hér þora hreinlega ekki að taka starfann að sér. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara, Kolbrúnu Sævarsdóttur saksóknara og Sigríði Elsu Kjartansdóttur saksóknara. Þau ræða í blaðinu í dag um breytingar sem orðið hafa á rannsóknarferli brotamála og störfum ákæruvaldsins með tilkomu skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. „Það eru ekki til löggiltir túlkar í austurevrópskum málum hér á landi," segir Kolbrún. „Oftast fáum við fólk sem gerir þetta utan sinnar hefðbundnu vinnu við eitthvað allt annað. Eða þá að við verðum að fá túlka að utan. Oft er þetta fólk skíthrætt." Í sumum grófum árásarmálum hafa engir túlkar fengist og eitt tilvik nefna saksóknararnir þar sem flytja þurfti inn túlka frá London. Í því máli var um að ræða árás manna á samlanda sína á Hverfisgötu. Í mannslátsmálinu í sumarbústaðnum í Grímsnesi þurfti að skipta um túlk og fá nýjan frá útlöndum. „Í því tilviki var túlkurinn búinn að fá nóg, auk þess sem sakborningarnir kröfðust þess að skipt yrði um túlk," útskýrir Valtýr. - jss / Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Dæmi eru um að sakborningar í alvarlegum brotamálum hafi hótað túlkum í dómsal og hrætt þá svo að þeir hafa hætt í miðjum réttarhöldum. Ákæruvaldið hefur þá þurft að bregða skjótt við og útvega nýja túlka. Embætti ríkissaksóknara sótti nýverið mál þar sem túlkurinn varð mjög hræddur og kvaðst aldrei ætla að koma aftur. Annar túlkur var fenginn til að hlýða á skýrslutöku, til þess að úr því fengist skorið hvað fram hefði farið. Í ljós kom að sakborningurinn hafði hótað túlknum lífláti. Sækja hefur þurft dómtúlka til annarra landa, því þeir sem eru búsettir hér þora hreinlega ekki að taka starfann að sér. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara, Kolbrúnu Sævarsdóttur saksóknara og Sigríði Elsu Kjartansdóttur saksóknara. Þau ræða í blaðinu í dag um breytingar sem orðið hafa á rannsóknarferli brotamála og störfum ákæruvaldsins með tilkomu skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. „Það eru ekki til löggiltir túlkar í austurevrópskum málum hér á landi," segir Kolbrún. „Oftast fáum við fólk sem gerir þetta utan sinnar hefðbundnu vinnu við eitthvað allt annað. Eða þá að við verðum að fá túlka að utan. Oft er þetta fólk skíthrætt." Í sumum grófum árásarmálum hafa engir túlkar fengist og eitt tilvik nefna saksóknararnir þar sem flytja þurfti inn túlka frá London. Í því máli var um að ræða árás manna á samlanda sína á Hverfisgötu. Í mannslátsmálinu í sumarbústaðnum í Grímsnesi þurfti að skipta um túlk og fá nýjan frá útlöndum. „Í því tilviki var túlkurinn búinn að fá nóg, auk þess sem sakborningarnir kröfðust þess að skipt yrði um túlk," útskýrir Valtýr. - jss /
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira