Guðni á Klörubar: Vill öldungadeild á Alþingi 3. apríl 2010 13:41 Guðni Ágústsson á Klörubar. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, leggur til ad stofnuð verdi sérstök öldungadeild fyrrverandi alþingismanna. Þetta kom fram í ræðu sem Guðni hélt á Klörubar á Gran Canaria í morgun. Guðni sagðist hafa rætt þessa hugmynd við Pálma Jónsson frá Akri, fyrrverandi alþingismann Sjálfstæðisflokksins og landbúnaðarráðherra. Reynsla fyrrverandi stjórnmálamanna væri mikil og rétt væri að nýta hana. Benti Guðni á að fyrrverandi stjórnmálamenn væru hvort eð er sífellt að blanda sér í umræðuna. Nefndi hann sem dæmi Jón Baldvin Hannilbalsson, Þorstein Pálsson og Davíð Oddsson og sjálfan sig, sem væru oft "að rífa kjaft." Í tillögu Guðna um öldungadeildina felst að fyrrverandi alþingismenn komi saman í sal Alþingis tvo föstudaga í mánuði á meðan Alþingi sjálft situr, utan að fundað verði einu sinni í mánuði yfir háveturinn. Sagði hann öldungadeildina mundu geta sent frá sér ályktanir. Þá sagðist Guðni telja að alls ekki ætti ad setjast að samningaborðinu að nýju med Bretum og Hollendingum vegna Icesave-málsins. Hann sagði "þrjóskuna" þegar hafa skilað miklum árangri og ekki ætti ad láta undan síga. Hann hrósaði sérstaklega Ólafi Ragnari Grímssyni , forseta Íslands, fyrir að hafa synjað Icesave-lögunum staðfestingar. Helvítis Bretarnir eru yndileg þjóð Guðni kvartaði undan "helvítist Bretunum" sem heimtuðu að fá "monný, monný" þegar hann hitti þá á Kanarí á kvöldin. Enginn ætti hins vegar slíka kröfu á viðstadda fundarmenn því um væri ad ræða skuldbindingar sem Íslendingar bæru ekki ábyrgð á sem einstaklingar. Síðar í ræðu sinni kalladi Guðni Breta "yndislega sem þjóð" og að betur væri að Íslendingar ættu leiðtoga á borð við Winston Churchill. Þrátt fyrir allt sagði Guðni bjart framundan hjá Íslendingum sem ættu miklar auðlindir og ræddi flokksformaðurinn fyrrverandi um "undrin níu" í því sambandi. Meðal þess sem Guðni nefndi var virkjun árósa þar sem ferskvatn mætir saltvatni sjávar. gar@frettabladid.is Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, leggur til ad stofnuð verdi sérstök öldungadeild fyrrverandi alþingismanna. Þetta kom fram í ræðu sem Guðni hélt á Klörubar á Gran Canaria í morgun. Guðni sagðist hafa rætt þessa hugmynd við Pálma Jónsson frá Akri, fyrrverandi alþingismann Sjálfstæðisflokksins og landbúnaðarráðherra. Reynsla fyrrverandi stjórnmálamanna væri mikil og rétt væri að nýta hana. Benti Guðni á að fyrrverandi stjórnmálamenn væru hvort eð er sífellt að blanda sér í umræðuna. Nefndi hann sem dæmi Jón Baldvin Hannilbalsson, Þorstein Pálsson og Davíð Oddsson og sjálfan sig, sem væru oft "að rífa kjaft." Í tillögu Guðna um öldungadeildina felst að fyrrverandi alþingismenn komi saman í sal Alþingis tvo föstudaga í mánuði á meðan Alþingi sjálft situr, utan að fundað verði einu sinni í mánuði yfir háveturinn. Sagði hann öldungadeildina mundu geta sent frá sér ályktanir. Þá sagðist Guðni telja að alls ekki ætti ad setjast að samningaborðinu að nýju med Bretum og Hollendingum vegna Icesave-málsins. Hann sagði "þrjóskuna" þegar hafa skilað miklum árangri og ekki ætti ad láta undan síga. Hann hrósaði sérstaklega Ólafi Ragnari Grímssyni , forseta Íslands, fyrir að hafa synjað Icesave-lögunum staðfestingar. Helvítis Bretarnir eru yndileg þjóð Guðni kvartaði undan "helvítist Bretunum" sem heimtuðu að fá "monný, monný" þegar hann hitti þá á Kanarí á kvöldin. Enginn ætti hins vegar slíka kröfu á viðstadda fundarmenn því um væri ad ræða skuldbindingar sem Íslendingar bæru ekki ábyrgð á sem einstaklingar. Síðar í ræðu sinni kalladi Guðni Breta "yndislega sem þjóð" og að betur væri að Íslendingar ættu leiðtoga á borð við Winston Churchill. Þrátt fyrir allt sagði Guðni bjart framundan hjá Íslendingum sem ættu miklar auðlindir og ræddi flokksformaðurinn fyrrverandi um "undrin níu" í því sambandi. Meðal þess sem Guðni nefndi var virkjun árósa þar sem ferskvatn mætir saltvatni sjávar. gar@frettabladid.is
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira