Innlent

Litháar bjóðast til þess að deila ESB reynslu með Íslendingum

Vilnius í Litháen.
Vilnius í Litháen.

Utanríkisráðherra Litháens, Evaldas Ignatavičius, fundaði á dögunum með Elínu Flygering, sem er nýskipaður sendiherra Íslands í Litháen, en í samtali þeirra á milli bauðst utanríkisráðherrann til þess að aðstoða Íslendinga í umsóknarferlinu til ESB.

Það hyggst hann gera með því að deila reynslu Litháa við að komast inn í Evrópusambandið.

Það var litháenski fjölmiðillinn Isria sem greindi frá fundi þeirra. Þar kemur fram að utanríkisráðherrann finnist samband þjóðanna sérstakt og sér sóknarfæri í samvinnu ríkjanna. Þá þakkaði utanríkisráðherrann fyrir stuðning Íslendinga árið 1991, en Ísland var fyrsta ríkið sem viðurkenndi sjálfstæði Litháa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×