Umfjöllun: KR og Fram á leið í sitthvora áttina Elvar Geir Magnússon skrifar 19. ágúst 2010 16:25 Framarar hafa leikið níu leiki í röð í Frostaskjóli án þess að ná inn sigri. Kjartan Henry Finnbogason var hetja KR í kvöld þegar liðið vann Fram í þriðja sinn í sumar. Hann skoraði sigurmarkið á lokamínútunni en KR vann leikinn 2-1. Úrslit kvöldsins voru algjörlega eftir uppskrift Vesturbæinga sem eru skyndilega komnir ansi nálægt toppnum. Þeir eiga leik inni á önnur lið í efri hlutanum og eiga eftir að mæta efstu liðunum. Vonin er því enn til staðar hjá þeim. Staða Framara er algjörlega speglun á stöðu KR-inga. Eftir góða byrjun á sumrinu hjá þeim bláklæddu hafa þeir farið út af sporinu og var tapið í kvöld þeirra fjórða í röð. Þeir eru nú aðeins sex stigum fyrir ofan fallsæti. Leikurinn í kvöld var ansi sveiflukenndur og var baráttan í aðalhlutverki. Í raun er ótrúlegt að ekkert rautt spjald hafi farið á loft í leiknum en Einar Örn Daníelsson, sem er einn af betri dómurum deildarinnar, átti því miður ekki sinn besta dag. KR-ingar fengu einu tvö teljandi færin í fyrri hálfleiknum þar sem Framarar voru þó betri. Staðan markalaus eftir hægan og leiðinlegan fyrri hálfleik. KR-ingar komust svo yfir snemma í þeim síðari þegar Baldur Sigurðsson náði að skora með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni. Almarr Ormarsson jafnaði fyrir Fram með skoti beint úr aukaspyrnu í bláhornið. Báðum liðum gekk erfiðlega að skapa sér alvöru færi og allt stefndi í jafntefli þegar Kjartan Henry tók til sinna ráða, náði flottu skoti á markið og tryggði KR-ingum ansi mikilvægan sigur. Kjartan hafði ekki átt góðan leik en reyndist þó á endanum gulls ígildi. Mikilvægur sigur fyrir KR-inga sem halda áfram sigurgöngu sinni í deildinni undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Framarar geta ekki talist hafa verið lakari aðilinn í kvöld en sárlega skorti þeim bit fram á við. Þeir hafa ekki náð takti í leik sinn og heimamenn þurftu ekki stjörnuframmistöðu til að leggja þá að velli í kvöld. KR – Fram 2-11-0 Baldur Sigurðsson (48.) 1-1 Almarr Ormarsson (65.) 2-1 Kjartan Henry Finnbogason (90.) KR-völlurÁhorfendur: 1.246Dómari: Einar Örn Daníelsson 4 Skot (á mark): 12-6 (7-2) Varin skot: Lars 1 – Hannes 4 Horn: 3-11 Aukaspyrnur fengnar: 13-11 Rangstöður: 0-3 KR 4-5-1: Lars Ivar Moldskred 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 4 (90. Guðmundur Reynir Gunnarsson -) Bjarni Guðjónsson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 5 (75. Egill Jónsson -) Baldur Sigurðsson 8* - Maður leiksins Kjartan Henry Finnbogason 6 Óskar Örn Hauksson 5 Guðjón Baldvinsson 5 (81. Björgólfur Takefusa -)Fram 4-5-1:Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 6 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 5 (75. Hörður Björgvin Magnússon -) Daði Guðmundsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Almarr Ormarsson 7 Josep Tillen 6 (84. Hjálmar Þórarinsson -) Tómas Leifsson 3 (63. Ívar Björnsson 4) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason var hetja KR í kvöld þegar liðið vann Fram í þriðja sinn í sumar. Hann skoraði sigurmarkið á lokamínútunni en KR vann leikinn 2-1. Úrslit kvöldsins voru algjörlega eftir uppskrift Vesturbæinga sem eru skyndilega komnir ansi nálægt toppnum. Þeir eiga leik inni á önnur lið í efri hlutanum og eiga eftir að mæta efstu liðunum. Vonin er því enn til staðar hjá þeim. Staða Framara er algjörlega speglun á stöðu KR-inga. Eftir góða byrjun á sumrinu hjá þeim bláklæddu hafa þeir farið út af sporinu og var tapið í kvöld þeirra fjórða í röð. Þeir eru nú aðeins sex stigum fyrir ofan fallsæti. Leikurinn í kvöld var ansi sveiflukenndur og var baráttan í aðalhlutverki. Í raun er ótrúlegt að ekkert rautt spjald hafi farið á loft í leiknum en Einar Örn Daníelsson, sem er einn af betri dómurum deildarinnar, átti því miður ekki sinn besta dag. KR-ingar fengu einu tvö teljandi færin í fyrri hálfleiknum þar sem Framarar voru þó betri. Staðan markalaus eftir hægan og leiðinlegan fyrri hálfleik. KR-ingar komust svo yfir snemma í þeim síðari þegar Baldur Sigurðsson náði að skora með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni. Almarr Ormarsson jafnaði fyrir Fram með skoti beint úr aukaspyrnu í bláhornið. Báðum liðum gekk erfiðlega að skapa sér alvöru færi og allt stefndi í jafntefli þegar Kjartan Henry tók til sinna ráða, náði flottu skoti á markið og tryggði KR-ingum ansi mikilvægan sigur. Kjartan hafði ekki átt góðan leik en reyndist þó á endanum gulls ígildi. Mikilvægur sigur fyrir KR-inga sem halda áfram sigurgöngu sinni í deildinni undir stjórn Rúnars Kristinssonar. Framarar geta ekki talist hafa verið lakari aðilinn í kvöld en sárlega skorti þeim bit fram á við. Þeir hafa ekki náð takti í leik sinn og heimamenn þurftu ekki stjörnuframmistöðu til að leggja þá að velli í kvöld. KR – Fram 2-11-0 Baldur Sigurðsson (48.) 1-1 Almarr Ormarsson (65.) 2-1 Kjartan Henry Finnbogason (90.) KR-völlurÁhorfendur: 1.246Dómari: Einar Örn Daníelsson 4 Skot (á mark): 12-6 (7-2) Varin skot: Lars 1 – Hannes 4 Horn: 3-11 Aukaspyrnur fengnar: 13-11 Rangstöður: 0-3 KR 4-5-1: Lars Ivar Moldskred 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Mark Rutgers 6 Jordao Diogo 4 (90. Guðmundur Reynir Gunnarsson -) Bjarni Guðjónsson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 5 (75. Egill Jónsson -) Baldur Sigurðsson 8* - Maður leiksins Kjartan Henry Finnbogason 6 Óskar Örn Hauksson 5 Guðjón Baldvinsson 5 (81. Björgólfur Takefusa -)Fram 4-5-1:Hannes Þór Halldórsson 6 Jón Orri Ólafsson 6 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 5 (75. Hörður Björgvin Magnússon -) Daði Guðmundsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Almarr Ormarsson 7 Josep Tillen 6 (84. Hjálmar Þórarinsson -) Tómas Leifsson 3 (63. Ívar Björnsson 4)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira