Enski boltinn

Capello: Rooney verður klár fyrir HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands.
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands. Nordic Photos / AFP

Fabio Capello á von á því að Wayne Rooney verði búinn að jafna sig af meiðslum sínum þegar að HM í knattspyrnu hefst í sumar.

Rooney meiddist á nára þegar að lið hans, Manchester United, vann 4-0 sigur á Stoke í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Hann hefur mátt glíma við ýmis smávægileg meiðsli undanfarnar vikur, til dæmis á ökkla eftir leik gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu.

Capello mun tilkynna á morgun hvaða 30 leikmenn hann velur í æfingahóp enska landsliðsins fyrir HM en hann getur aðeins tekið 23 leikmenn með sér á mótið sjálft.

„Það eru engin stór vandamál," sagði Capello við enska fjölmiðla. „Hann [Rooney] verður klár eftir um tvær vikur og mun æfa með okkur í Austurríki," bætti hann við en þar verða æfingabúðir landsliðsins áður en það heldur til Suður-Afríku.

Það er þó efast um að Gareth Barry geti verið með Englandi á HM þar sem hann verður frá næstu fjórar vikurnar vegna ökklameiðsla. Þá vildi Capello ekki tjá sig um orðróm þess efnis að Jamie Carregher muni gefa kost á sér í landsliðið á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×