Enski boltinn

Beckham í enska landsliðshópnum

NordicPhotos/GettyImages

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, valdi David Beckham í landsliðshóp sinn fyrir æfingaleikinn við Spánverja í næstu viku.

Gamla brýnið Beckham hefur spilað eins og engill með AC Milan á Ítalíu og fór upphaflega til Evrópu til að eiga möguleika á að hljóta náð fyrir augum Capello.

Beckham spilar sinn 108. landsleik á ferlinum ef hann kemur við sögu gegn Spánverjum og jafnar þar með met Bobby Moore.

Tveir nýliðar eru í hóp Capello að þessu sinni. Framherjinn Carlton Cole frá West Ham kemur í fyrsta sinn inn í A-landslið Englendinga og hefur skoraði sex mörk í síðustu átta leikjum fyrir West Ham. Þá valdi Capello Aston Villa manninn James Milner í hópinn í fyrsta sinn, en sá er einn sex Villa manna í hópnum.

Wayne Rooney er ekki í hópnum frekar en búist var við vegna meiðsla og þátttaka Emile Heskey er tæp vegna meiðsla sem hann varð fyrir í dag.

Leikmannahópar Englendinga og Spánverja fyrir leikinn þann 11. febrúar má sjá hér fyrir neðan.

ENGLAND:



Markverðir: Robert Green (West Ham), Joe Hart (Man City), David James (Portsmouth).

Varnarmenn: Wayne Bridge (Man City), Ashley Cole (Chelsea), Rio Ferdinand (Man Utd), Phil Jagielka (Everton), Glen Johnson (Portsmouth), John Terry (Chelsea), Matthew Upson (West Ham), Luke Young (Villa).



Miðjumenn:
David Beckham (LA Galaxy), Gareth Barry (Villa), Michael Carrick (Man Utd), Stewart Downing (Middlesbrough), Frank Lampard (Chelsea), James Milner (Villa), Shaun Wright-Phillips (Man City), Ashley Young (Villa).

Framherjar: Gabriel Agbonlahor (Villa), Carlton Cole (West Ham), Peter Crouch (Portsmouth), Emile Heskey (Villa).

SPÁNN:

Markverðir: Iker Casillas (Real Madrid), Pepe Reina (Liverpool).

Varnarmenn: Raul Albiol (Valencia), Carlos Marchena (Valencia), Alvaro Arbeloa (Liverpool), Joan Capdevila (Villarreal), Juan Gutierrez (Real Betis), Gerard Pique (Barcelona), Carles Puyol (Barcelona), Sergio Ramos (Real Madrid).

Miðjumenn: Xabi Alonso (Liverpool), Albert Riera (Liverpool), Sergi Busquets (Barcelona), Santiago Cazorla (Villarreal), Marcos Senna (Villarreal), Xavi Hernandez (Barcelona), Andres Iniesta (Barcelona), David Silva (Valencia).

Framherjar: Daniel Guiza (Fenerbahce), Fernando Llorente (Athletic Bilbao), Fernando Torres (Liverpool), David Villa (Valencia).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×