Vill að Flosi og Ómar íhugi að víkja sem bæjarfulltrúar 28. júní 2009 13:22 Ólafur Þór Gunnarsson, læknir, er bæjarfulltrúi VG í Kópavogi. Bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi telur eðlilegt að bæjarfulltrúarnir Flosi Eiríksson og Ómar Stefánsson íhugi stöðu sína sem bæjarfulltrúar í ljósi fréttar Morgunblaðsins í gær þess efnis að þeir hafi sem stjórnarmenn í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar vitað að ekki væru allar upplýsingar gefnar til Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið kærði stjórn lífeyrissjóðsins til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra 19. júní vegna gruns um brot á lífeyrissjóðalögum og almennum hegningarlögum. Stjórnin er sökuð um að hafa beitt blekkingum og gefa Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar um lánveitingar sjóðsins. Gögn matreidd fyrir stjórn lífeyrissjóðsins Flosi Eiríksson,bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur sagt að gögnum hafi verið haldið leyndum og þau matreidd fyrir stjórn sjóðsins, meðal annars varðandi upplýsingagjöf til Fjármálaeftirlitsins. Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, hefur tekið undir þá gagnrýni. Í Morgunblaðinu í gær er vitnað í tölvupósta sem fóru á milli stjórnarmanna og framkvæmdastjóra lífeyrisjóðsins. Þar segir að stjórnarmönnum hafi verið kunnugt um að ekki væru allar upplýsingar upp gefnar til Fjármálaeftirlitsins.Ef rétt reynist er komin upp ný staða Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi, segir að hafi svo verið sé komin upp ný staða í málinu. „Ómar og Flosi hafa hins vegar sagt mér að þeir hafi ekki haft þessar upplýsingar og að þeim hafi verið haldið til hlés í upplýsingagjöf." Bæjarfulltrúinn bendir á að málið sé á rannsóknarstig og að tilsjónarmaður sjóðsins sé að fara yfir öll gögn varðandi málið. Því sé varhugavert að vera með stórar yfirlýsingar á þessum tímapunkti.Ómar og Flosi íhugi stöðu sína Stjórn Vinstri grænna í Kópavogi samþykkti fyrir helgi ályktun þar sem segir að réttast væri að allir þeir kjörnu fulltrúar er sátu í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar víki úr sæti sínu í bæjarstjórn á meðan lögreglurannsókn fer fram. Ólafur telur eðlilegt að Flosi og Ómar íhugi sína stöðu sem bæjarfulltrúar. Að mörgu leyti væri skynsamlegt að víkja og halda sér til hlés á meðan að rannsókn standi yfir. Það verði Ómar og Flosi hins vegar að meta sjálfir þar sem þeir hafi meiri upplýsingar en þeir bæjarfulltrúar sem sátu ekki í stjórn lífeyrissjóðsins. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi telur eðlilegt að bæjarfulltrúarnir Flosi Eiríksson og Ómar Stefánsson íhugi stöðu sína sem bæjarfulltrúar í ljósi fréttar Morgunblaðsins í gær þess efnis að þeir hafi sem stjórnarmenn í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar vitað að ekki væru allar upplýsingar gefnar til Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið kærði stjórn lífeyrissjóðsins til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra 19. júní vegna gruns um brot á lífeyrissjóðalögum og almennum hegningarlögum. Stjórnin er sökuð um að hafa beitt blekkingum og gefa Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar um lánveitingar sjóðsins. Gögn matreidd fyrir stjórn lífeyrissjóðsins Flosi Eiríksson,bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur sagt að gögnum hafi verið haldið leyndum og þau matreidd fyrir stjórn sjóðsins, meðal annars varðandi upplýsingagjöf til Fjármálaeftirlitsins. Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, hefur tekið undir þá gagnrýni. Í Morgunblaðinu í gær er vitnað í tölvupósta sem fóru á milli stjórnarmanna og framkvæmdastjóra lífeyrisjóðsins. Þar segir að stjórnarmönnum hafi verið kunnugt um að ekki væru allar upplýsingar upp gefnar til Fjármálaeftirlitsins.Ef rétt reynist er komin upp ný staða Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi, segir að hafi svo verið sé komin upp ný staða í málinu. „Ómar og Flosi hafa hins vegar sagt mér að þeir hafi ekki haft þessar upplýsingar og að þeim hafi verið haldið til hlés í upplýsingagjöf." Bæjarfulltrúinn bendir á að málið sé á rannsóknarstig og að tilsjónarmaður sjóðsins sé að fara yfir öll gögn varðandi málið. Því sé varhugavert að vera með stórar yfirlýsingar á þessum tímapunkti.Ómar og Flosi íhugi stöðu sína Stjórn Vinstri grænna í Kópavogi samþykkti fyrir helgi ályktun þar sem segir að réttast væri að allir þeir kjörnu fulltrúar er sátu í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar víki úr sæti sínu í bæjarstjórn á meðan lögreglurannsókn fer fram. Ólafur telur eðlilegt að Flosi og Ómar íhugi sína stöðu sem bæjarfulltrúar. Að mörgu leyti væri skynsamlegt að víkja og halda sér til hlés á meðan að rannsókn standi yfir. Það verði Ómar og Flosi hins vegar að meta sjálfir þar sem þeir hafi meiri upplýsingar en þeir bæjarfulltrúar sem sátu ekki í stjórn lífeyrissjóðsins.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira