Jóhanna meinaði samningsaðilum að yfirgefa stjórnarráðið Heimir Már Pétursson skrifar 25. júní 2009 12:06 Rætt um stöðugleikasáttmálann í stjórnarráðinu fyrr í vikunni. Mynd/Arnþór Birkisson Forsætisráðherra kallaði samningsaðila varðandi stöðugleika sátt á sinn fund í gærkvöldi og tilkynnti þeim að þeir fengju ekki að yfirgefa stjórnarráðið fyrr en samkomulag væri í höfn um nýjan stöðugleikasáttmála. Skattar hækka mikið á næsta ári en skattahækkanir verða allt að 45 prósent af aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar til að ná endum saman í ríkisfjármálum. Stefnt er að því að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambandsins, opinberra starfsmanna og ríkisvaldsins undirriti samkomulag um stöðuleikasáttmála síðar í dag. Samkvæmt samkomulaginu mun ríkissjóður ná fram 20 milljarða hagræðingu á þessu ári, 63 milljörðum á næsta ári og 43 milljörðum árið 2011. Tekist hefur verið á um það í viðræðunum hversu stórum hluta hagræðingarinnar yrði mætt með skattahækkunum. En í aðgerðum þessa árs vega skattahækkanir 60 prósent af aðgerðum stjórnvalda. Samtök atvinnulífsins vildu ná þessu hlutfalli niður í 35 prósent á næstu tveimur árum en ríkisstjórnin hafði lagt upp með 50 prósent. Samtök opinberra starfsmanna munu hins vegar hafa viljað ganga enn lengra í skattahækkunum. Málin voru komin í nokkurn hnút í gær og yfirgáfu samningamenn opinberra starfsmanna Karphúsið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kallaði fulltrúa deiluaðila hins vegar á sinn fund í gærkvöldi og sagði þeim að þeir yfirgæfu ekki Stjórnarráðið fyrr en samkomulag lægi fyrir. Þegar upp var staðið varð niðurstaðan að 45 prósent af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að ná niður 150 milljarða halla á ríkisfjármálum á næstu árum verður náð með skattahækkunum. Helstu skattstofnar ríkisins eru virðisaukaskattur, tekjuskattur einstaklinga og tryggingagjald. Nú þegar hefur verið ákveðið að hækka tryggingagjaldið og því er ljóst að töluverðar hækkanir verða á virðisaukaskatti og tekjuskatti einstaklinga á næsta ári. Útfærslan á þeim hækkunum er aftur á móti eftir, en samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ekki útilokað að tekið verði upp þrepað skattkerfi í tekjuskatti. Þessar aðgerðir þýða líka að ná þarf fram tugmilljarða sparnaði með hagræðingu eða niðurskurði hjá hinu opinbera á næstu árum. Þar bíða því ákvarðanir sem fullvíst má telja að allar verði óvinsælar, en mikil áhersla er lögð á það meðal samningsaðila að breið sátt verði að ríkja um aðgerðirnar, enda fátt um góða kosti í stöðunni. Tengdar fréttir Skrifað undir klukkan hálftvö Undirritun Stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar hefur verið sett klukkan hálftvö. Fyrst stóð til að skrifa undir í Þjóðmenningarhúsinu klukkan hálf eitt í dag, því var síðan frestað til hálf tvö. Þá bárust fréttir þess efnis úr Forsætisráðuneytinu að undirritunin dagist fram á daginn. Nú hefur hins vegar verið tilkynnt um að undirritunin verði í Þjóðmenningarhúsinu klukkan hálftvö. 25. júní 2009 11:34 Stefnt að stöðugleikasáttmála í dag Stefnt er að undirritun stöðugleikasáttmálans svokallaða í dag en stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðar hafa fundað stíft síðustu daga og vikur. 25. júní 2009 07:10 Viðræðum slitið fyrir annarra hönd „Forseti ASÍ og formaður SA ákváðu í beinni útsendingu að við hefðum slitið viðræðum,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sem segir opinbera starfsmenn fráleitt hafa slitið viðræðum um stöðugleikasáttmála í gær. 25. júní 2009 03:00 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Forsætisráðherra kallaði samningsaðila varðandi stöðugleika sátt á sinn fund í gærkvöldi og tilkynnti þeim að þeir fengju ekki að yfirgefa stjórnarráðið fyrr en samkomulag væri í höfn um nýjan stöðugleikasáttmála. Skattar hækka mikið á næsta ári en skattahækkanir verða allt að 45 prósent af aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar til að ná endum saman í ríkisfjármálum. Stefnt er að því að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambandsins, opinberra starfsmanna og ríkisvaldsins undirriti samkomulag um stöðuleikasáttmála síðar í dag. Samkvæmt samkomulaginu mun ríkissjóður ná fram 20 milljarða hagræðingu á þessu ári, 63 milljörðum á næsta ári og 43 milljörðum árið 2011. Tekist hefur verið á um það í viðræðunum hversu stórum hluta hagræðingarinnar yrði mætt með skattahækkunum. En í aðgerðum þessa árs vega skattahækkanir 60 prósent af aðgerðum stjórnvalda. Samtök atvinnulífsins vildu ná þessu hlutfalli niður í 35 prósent á næstu tveimur árum en ríkisstjórnin hafði lagt upp með 50 prósent. Samtök opinberra starfsmanna munu hins vegar hafa viljað ganga enn lengra í skattahækkunum. Málin voru komin í nokkurn hnút í gær og yfirgáfu samningamenn opinberra starfsmanna Karphúsið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kallaði fulltrúa deiluaðila hins vegar á sinn fund í gærkvöldi og sagði þeim að þeir yfirgæfu ekki Stjórnarráðið fyrr en samkomulag lægi fyrir. Þegar upp var staðið varð niðurstaðan að 45 prósent af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að ná niður 150 milljarða halla á ríkisfjármálum á næstu árum verður náð með skattahækkunum. Helstu skattstofnar ríkisins eru virðisaukaskattur, tekjuskattur einstaklinga og tryggingagjald. Nú þegar hefur verið ákveðið að hækka tryggingagjaldið og því er ljóst að töluverðar hækkanir verða á virðisaukaskatti og tekjuskatti einstaklinga á næsta ári. Útfærslan á þeim hækkunum er aftur á móti eftir, en samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ekki útilokað að tekið verði upp þrepað skattkerfi í tekjuskatti. Þessar aðgerðir þýða líka að ná þarf fram tugmilljarða sparnaði með hagræðingu eða niðurskurði hjá hinu opinbera á næstu árum. Þar bíða því ákvarðanir sem fullvíst má telja að allar verði óvinsælar, en mikil áhersla er lögð á það meðal samningsaðila að breið sátt verði að ríkja um aðgerðirnar, enda fátt um góða kosti í stöðunni.
Tengdar fréttir Skrifað undir klukkan hálftvö Undirritun Stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar hefur verið sett klukkan hálftvö. Fyrst stóð til að skrifa undir í Þjóðmenningarhúsinu klukkan hálf eitt í dag, því var síðan frestað til hálf tvö. Þá bárust fréttir þess efnis úr Forsætisráðuneytinu að undirritunin dagist fram á daginn. Nú hefur hins vegar verið tilkynnt um að undirritunin verði í Þjóðmenningarhúsinu klukkan hálftvö. 25. júní 2009 11:34 Stefnt að stöðugleikasáttmála í dag Stefnt er að undirritun stöðugleikasáttmálans svokallaða í dag en stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðar hafa fundað stíft síðustu daga og vikur. 25. júní 2009 07:10 Viðræðum slitið fyrir annarra hönd „Forseti ASÍ og formaður SA ákváðu í beinni útsendingu að við hefðum slitið viðræðum,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sem segir opinbera starfsmenn fráleitt hafa slitið viðræðum um stöðugleikasáttmála í gær. 25. júní 2009 03:00 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Skrifað undir klukkan hálftvö Undirritun Stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar hefur verið sett klukkan hálftvö. Fyrst stóð til að skrifa undir í Þjóðmenningarhúsinu klukkan hálf eitt í dag, því var síðan frestað til hálf tvö. Þá bárust fréttir þess efnis úr Forsætisráðuneytinu að undirritunin dagist fram á daginn. Nú hefur hins vegar verið tilkynnt um að undirritunin verði í Þjóðmenningarhúsinu klukkan hálftvö. 25. júní 2009 11:34
Stefnt að stöðugleikasáttmála í dag Stefnt er að undirritun stöðugleikasáttmálans svokallaða í dag en stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðar hafa fundað stíft síðustu daga og vikur. 25. júní 2009 07:10
Viðræðum slitið fyrir annarra hönd „Forseti ASÍ og formaður SA ákváðu í beinni útsendingu að við hefðum slitið viðræðum,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sem segir opinbera starfsmenn fráleitt hafa slitið viðræðum um stöðugleikasáttmála í gær. 25. júní 2009 03:00