Erlendir Vítisenglar bíða úrskurðar dómsmálaráðuneytis 1. september 2009 16:36 Vítisenglar frá þremur löndum hafa kært Útlendingastofnun til dómsmálaráðuneytis fyrir að hindra för þeirra til Íslands í mars síðastliðnum. Alls bárust á annan tug kæra frá vítisenglum í Danmörku, Finnlandi og Noregi. Samkvæmt Oddgeiri Einarssyni, lögfræðingi, þá var málið kært strax í mars. Málið hefur svo verið í meðförum ráðuneytisins í fimm mánuði sem þykir í lengra lagi. Aftur á móti er engin sérstök tímamörk á kærum til ráðuneytisins. Hinsvegar er til ákveðin regla um málsmeðferð þar sem kveður á um að þeim skuli hraðað eftir besta megni. Það var í mars síðastliðnum sem Fáfni, sem nú heita Hell Angels prospect, héldu upp á afmælið sitt. Þeir buðu Vítisenglum frá fjölda landa en yfirvöld ákváðu að hleypa þeim ekki inn til landsins. Vítisenglarnir erlendu voru ósáttir við meðferðina og ákváðu að kæra málið. Að sögn Oddgeirs var málið kært strax í mars. Síðan hefur lítið heyrst af gangi mála. Dómsmálaráðuneytið mun ákveða hvort ákvörðun útlendingastofnunnar hafi verið réttmæt eða ekki. Aðspurður segir Oddgeir að fallist dómsmálaráðuneytið á ákvörðun útlendingastofnunnar þá sé ólíklegt að málið rati fyrir héraðsdóm í kjölfarið. Ástæðan er sú að Vítisenglarnir voru ekki settir í endurkomubann. Fallist ráðuneytið hinsvegar á rök Vítisenglanna þá geta þeir sótt skaðabætur hjá ríkinu. Samkvæmt heimildum Vísis þá eru fleiri kærur á hendur ríkisins af hálfu Vítisengla á leiðinni. Þær varða meinta ólögmætar handtökur, hleranir og gæsluvarðhaldsúrskurði. Vísir greindi frá því á föstudaginn að vélhjólaklúbburinn Fáfnir hefði verið formlega lagður niður. Þeir hafa hlotið náð fyrir augum Hells Angels og eru nú svokallaðir áhangendur. Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins en embættið lítur á klúbbinn sem anga af skipulagðri glæpastarfsemi. Þá telur ríkislögreglustjóri ennfremur að íslensku Vítisenglarnir muni fá fulla aðild að Hells Angels eftir eitt og hálft ár. Forsvarsmaður Hells Angels prospect vildi ekki tjá sig um málið þegar haft var samband við hann. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Vítisenglar frá þremur löndum hafa kært Útlendingastofnun til dómsmálaráðuneytis fyrir að hindra för þeirra til Íslands í mars síðastliðnum. Alls bárust á annan tug kæra frá vítisenglum í Danmörku, Finnlandi og Noregi. Samkvæmt Oddgeiri Einarssyni, lögfræðingi, þá var málið kært strax í mars. Málið hefur svo verið í meðförum ráðuneytisins í fimm mánuði sem þykir í lengra lagi. Aftur á móti er engin sérstök tímamörk á kærum til ráðuneytisins. Hinsvegar er til ákveðin regla um málsmeðferð þar sem kveður á um að þeim skuli hraðað eftir besta megni. Það var í mars síðastliðnum sem Fáfni, sem nú heita Hell Angels prospect, héldu upp á afmælið sitt. Þeir buðu Vítisenglum frá fjölda landa en yfirvöld ákváðu að hleypa þeim ekki inn til landsins. Vítisenglarnir erlendu voru ósáttir við meðferðina og ákváðu að kæra málið. Að sögn Oddgeirs var málið kært strax í mars. Síðan hefur lítið heyrst af gangi mála. Dómsmálaráðuneytið mun ákveða hvort ákvörðun útlendingastofnunnar hafi verið réttmæt eða ekki. Aðspurður segir Oddgeir að fallist dómsmálaráðuneytið á ákvörðun útlendingastofnunnar þá sé ólíklegt að málið rati fyrir héraðsdóm í kjölfarið. Ástæðan er sú að Vítisenglarnir voru ekki settir í endurkomubann. Fallist ráðuneytið hinsvegar á rök Vítisenglanna þá geta þeir sótt skaðabætur hjá ríkinu. Samkvæmt heimildum Vísis þá eru fleiri kærur á hendur ríkisins af hálfu Vítisengla á leiðinni. Þær varða meinta ólögmætar handtökur, hleranir og gæsluvarðhaldsúrskurði. Vísir greindi frá því á föstudaginn að vélhjólaklúbburinn Fáfnir hefði verið formlega lagður niður. Þeir hafa hlotið náð fyrir augum Hells Angels og eru nú svokallaðir áhangendur. Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins en embættið lítur á klúbbinn sem anga af skipulagðri glæpastarfsemi. Þá telur ríkislögreglustjóri ennfremur að íslensku Vítisenglarnir muni fá fulla aðild að Hells Angels eftir eitt og hálft ár. Forsvarsmaður Hells Angels prospect vildi ekki tjá sig um málið þegar haft var samband við hann.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira