Lífið

Frambjóðandi á fæðingardeild

Skúli Helgason.
Skúli Helgason.

Skúli Helgason, frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, og eiginkona hana Anna Lind Pétursdóttur héldu í morgunsárið á fæðingardeildina en þau eiga von á sínu þriðja barni.

,,En þó blessuð pólitíkin sé mikilvæg þá er hætt við að hún falli í skuggann í dag á heimilinu því nýjasti fjölskyldumeðlimurinn virðist ætla að velja þennan dag til að koma í heiminn," segir Skúli á heimasíðu sinni.

Skúli lét nýverið af störfum sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar þegar hann ákvað að gefa kost á sér í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Prófkjörinu lýkur klukkan 18 í dag og stefnir Skúli á þriðja sætið.

,,Við hjónin munum fara á fæðingardeildina núna í morgunsárið og sjá hvort samdráttarverkir næturinnar eru fyrirboði fæðingar á þessum örlagaríka degi. Við sjáum hvað setur - magnað þetta líf!"








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.