Innlent

Gatnamót lokuð í nótt

Í nótt verða gatnamót Kringlumýrarbrautar, Suðurlandsbrautar og Laugavegar lokuð, nema að því leyti að akreinar fyrir hægri beygju verða opnar. Áætlað er að gatnamótin verði opnuð að nýju fyrir klukkan sex í fyrramálið.

Lokunin í nótt er vegna vinnu við merkingar á yfirborði gatnamótanna, en undanfarið hafa átt sér stað miklar endurbætur á þeim til greiða fyrir umferð. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að merkingin er með síðustu verkþáttum framkvæmdarinnar og á næstu dögum verður unnið við að uppfæra stýringu umferðarljósanna.

Búið er að tvöfalda vinstribeygjur frá Kringlumýrarbraut að Suðurlandsbraut og Laugavegi. Gerð hefur verið sérrein fyrir strætisvagna frá núverandi útskoti að norðanverðu við Suðurlandsbraut að gatnamótum við Kringlumýrarbraut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×