Lögregla lokaði spilavíti í miðborginni 29. janúar 2009 18:27 Lögregla fór um helgina inn í spilavíti í miðborg Reykjavíkur og stöðvaði fjárhættuspil sem þar var í gangi. Í spilavítinu er jafnan spilað upp á hundruðir þúsunda króna. Í húsi við Ingólfstorg hefur um nokkurt skeið verið rekið eins konar spilavíti eða spilaklúbbur. Klúbburinn heitir Casa og þar er spilaður póker upp á peninga. Starfsemin á Casa hefur að mestu verið látin óáreitt en um síðustu helgi varð breyting á því. Þá fóru sjö eða átta lögreglumenn inn í klúbbinn þar sem 5-6 karlmenn sátu við eitt borðið og spiluðu póker, en lögregla stöðvaði þá og lagði hald á reiðufé sem spilað var um. Í þessu tilfelli var ekki mikið fé haldlagt. Líklega eitthvað í kring um 60 þúsund krónur. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að vanalega séu allt upp í 20 manns að spila í klúbbnum. Hver þeirra greiðir að lágmarki 10 þúsund krónur til að vera með og í sumum tilfellum mun meira. Vinningsfé á slíkum kvöldum skiptir því stundum hundruðum þúsunda króna. Forsvarsmaður klúbbsins fjármagnar svo starfsemina með því að taka 10% hlut af vinningsfé. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag en þær upplýsingar fengust hjá lögreglu að hann yrði kallaður til skýrslutöku fljótlega. Þess má geta að einn þeirra sem sótt hefur spilaklúbbinn Casa við Ingólfstorg er varaformaður framsóknarflokkssins, Birkir Jón Jónsson, en hann er talsmaður þess að póker verði lögleiddur hér á landi. Að sögn Birkis hefur hann sótt klúbbinn í eitt skipti. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Lögregla fór um helgina inn í spilavíti í miðborg Reykjavíkur og stöðvaði fjárhættuspil sem þar var í gangi. Í spilavítinu er jafnan spilað upp á hundruðir þúsunda króna. Í húsi við Ingólfstorg hefur um nokkurt skeið verið rekið eins konar spilavíti eða spilaklúbbur. Klúbburinn heitir Casa og þar er spilaður póker upp á peninga. Starfsemin á Casa hefur að mestu verið látin óáreitt en um síðustu helgi varð breyting á því. Þá fóru sjö eða átta lögreglumenn inn í klúbbinn þar sem 5-6 karlmenn sátu við eitt borðið og spiluðu póker, en lögregla stöðvaði þá og lagði hald á reiðufé sem spilað var um. Í þessu tilfelli var ekki mikið fé haldlagt. Líklega eitthvað í kring um 60 þúsund krónur. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að vanalega séu allt upp í 20 manns að spila í klúbbnum. Hver þeirra greiðir að lágmarki 10 þúsund krónur til að vera með og í sumum tilfellum mun meira. Vinningsfé á slíkum kvöldum skiptir því stundum hundruðum þúsunda króna. Forsvarsmaður klúbbsins fjármagnar svo starfsemina með því að taka 10% hlut af vinningsfé. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag en þær upplýsingar fengust hjá lögreglu að hann yrði kallaður til skýrslutöku fljótlega. Þess má geta að einn þeirra sem sótt hefur spilaklúbbinn Casa við Ingólfstorg er varaformaður framsóknarflokkssins, Birkir Jón Jónsson, en hann er talsmaður þess að póker verði lögleiddur hér á landi. Að sögn Birkis hefur hann sótt klúbbinn í eitt skipti.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira