Lífið

Heroes atriðið úr Astrópíu - myndband

Klappstýran Claire Bennet þykir feta í fótspor Ragnhildar Steinunnar í Ástrópíu.
Klappstýran Claire Bennet þykir feta í fótspor Ragnhildar Steinunnar í Ástrópíu.

Fréttablaðið sagði frá því í morgun að framleiðendur íslensku kvikmyndarinnar Astrópía ætli að krefjast lögbanns á eina vinsælustu sjónvarpsseríuna í bandarísku sjónvarpi, Heroes. Þeir vilja meina að atriði úr nýjustu seríu þáttanna sé stæling á atriði úr myndinni.

„Þetta er eins ólöglegt og hægt er að hafa það. Við erum að skoða málið með lögfræðingi í Hollywood og munum fara fram á lögbann á þættina," sagði Ingvar Þórðarson kvikmyndaframleiðandi í samtali við Fréttablaðið.

Í gærkvöldi var 19. þáttur þriðju þáttaraðar Heroes sýndur á NBC-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Brot úr honum hefur að undanförnu mátt nálgast á Youtube og þar er eitt atriðanna sláandi líkt atriði úr kvikmyndinni Astrópíu sem Ingvar framleiddi ásamt Júlíusi Kemp.

Í því sækir klappstýran Claire Bennett um vinnu í verslun sem selur myndasögur og fær starfið þrátt fyrir að hafa aldrei unnið handtak á ævinni, rétt eins og persóna Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur í Astrópíu.

Hægt er að sjá umrætt atriði með því að smella hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.