Lífið

Fólk með piparúða í augum kemur hlaupandi

„Það er rosalega mikið að gera alltaf þegar mótmæli eiga sér stað, " svarar Orri Páll Vilhjálmsson vaktstjóri á kaffihúsinu Café París þegar Vísir spyr hvernig hann upplifir mótmælin sem eiga sér stað við Alþingishúsið.

„Þá fyllist húsið sem er jákvætt. Nei kaffigestir eru ekki með neinn æsing heldur eru allir á öllum borðum að tala um ástandið."

MYND/Sigurjón

„Fólkið kemur hérna inn eftir mótmælin og sumir hverjir sem eru búnir að fá piparúða í augun," segir Orri.

„Tveir menn með piparúða hafa komið hlaupandi hingað inn í dag. Þeir hlaupa alltaf beint niður á klósett og stundum bjóðum við þeim mjólk til að hreinsa augun."

„Eitthvað verður maður að gera þegar maður getur ekki verið að mótmæla," segir Orri Páll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.