Hávær krafa um kosningar í Samfylkingunni Breki Logason skrifar 20. janúar 2009 12:13 Mörður Árnason Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilla efasemda um núverandi ríkisstjórnarsamstarf gæta í flokknum og margir vilji að boðað verði til kosninga. Sjálfur segist Mörður vera á þessari skoðun þar sem ríkisstjórnin hafi ekki umboð þjóðarinnar. Samfylkingin í Reykjavík hefur boðað til fundar annað kvöld þar sem þessi mál verða rædd. „Ef þú spyrð Samfylkingarfólk og þá einhverja aðra en ráðherra og þingmenn, sem vilja ekki tjá sig á þessari stundu, þá eru miklar efasemdir um þetta stjórnarsamstarf og margir sem vilja að það hætti og boðað verði til kosninga," segir Mörður. Aðspurður hvaða Samfylkingarfólk þetta sé nefnir Mörður nýleg dæmi eins og grein Sigrúnar Elsu Smáradóttur borgarfulltrúa og grein eftir Helga Pétursson formanns Samfylkingarfélagsins í Garðabæ. „Það félag samþykkti einnig tillögu fyrir jól þar sem hvatt var til kosninga og þá hefur félagið á Ísafirði einnig samþykkt svipaða tillögu." Þá hafa ráðherrarnir Björgvin G. Sigurðsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir lýsti yfir vilja um kosningar. Það hafa þingmennirnir Ellert B. Schram, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Katrín Júlíusdóttir einnig gert sem og Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður flokksins. „Ríkisstjórnin hefur misst umboð sitt og þá á ég við raunverulegt umboð. Hún hefur auðvitað þingmeirihluta og umboð til fjögurra ára en það er hægt að endurtaka það endalaust. En raunverulegt pólitískt umboð tel ég að hún hafi ekki," segir Mörður sem vísar bæði til skoðanakannana og mótmæla sem hafa verið hávær undanfarið. „Það veikir ríkisstjórnina feikilega að hafa ekki þetta umboð og ég held að eina leiðin sé að fólk fái að segja álit sitt í kosningum." Mörður segir ekki aðalatriðið vera niðurstöðu umræddra kosninga því allt eins geti núverandi ríkisstjórn haldið velli þó hann telji það afar ólíklegt. „Ég hef hinsvegar ákveðna skoðun á því hvaða ríkisstjórn ég vil sjá en hana vil ég greina frá þessu. Aðalatriðið er að Samfylkingin sé reiðubúin að fara í kosningar og bera fram sín mál og þá kemur í ljós hverjir það eru sem eiga saman. Það er hinsvegar ekkert leyndarmál að ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sé mjög illa til þess fallinn að hafa forystu fyrir þjóðinni eftir það hrun sem hefur orðið," segir Mörður. „Það var hans eigin stefna, frjálshyggjan, sem beið skipbrot á Íslandi og um allan heim. Forystumenn flokksins hafa síðan ekki reynst vandanum vaxnir hvorki persónulega né sem stjórnmálamenn." Aðspurður hvort það sé ekki eðlileg krafa að Samfylkingin endurnýi í þingliði sínu bendir Mörður á að af þeim sem sitja á þingi fyrir flokkinn hafi um helmingur komið inn í síðustu eða þarsíðustu kosningum. „Þannig að þetta er ekki beint aldagamall þingflokkur". „Það er hinsvegar aukaatriði. Það sem skiptir mestu máli er að hugsa um hvernig við komum okkur upp úr þessu svakalaega ástandi sem við erum í. Þar eru kosningar algjörlega nauðsynlegar til þess að ríkisstjórnin í landinu öðlist trúnað. Hvernig það kemur út fyrir einstaka flokka eða þingmenn er síðan seinni tíma vandamál." Samfylkingin í Reykjavík hefur boðað til fundar annað kvöld að Hallveigarstíg 1 klukkan 20:30. Þar munu Mörður og Lúðvík Bergvinsson flytja framsögur. Yfirskrift fundarins er einföld: „Samfylkingin og stjórnarsamstarfið". Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, segir mikilla efasemda um núverandi ríkisstjórnarsamstarf gæta í flokknum og margir vilji að boðað verði til kosninga. Sjálfur segist Mörður vera á þessari skoðun þar sem ríkisstjórnin hafi ekki umboð þjóðarinnar. Samfylkingin í Reykjavík hefur boðað til fundar annað kvöld þar sem þessi mál verða rædd. „Ef þú spyrð Samfylkingarfólk og þá einhverja aðra en ráðherra og þingmenn, sem vilja ekki tjá sig á þessari stundu, þá eru miklar efasemdir um þetta stjórnarsamstarf og margir sem vilja að það hætti og boðað verði til kosninga," segir Mörður. Aðspurður hvaða Samfylkingarfólk þetta sé nefnir Mörður nýleg dæmi eins og grein Sigrúnar Elsu Smáradóttur borgarfulltrúa og grein eftir Helga Pétursson formanns Samfylkingarfélagsins í Garðabæ. „Það félag samþykkti einnig tillögu fyrir jól þar sem hvatt var til kosninga og þá hefur félagið á Ísafirði einnig samþykkt svipaða tillögu." Þá hafa ráðherrarnir Björgvin G. Sigurðsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir lýsti yfir vilja um kosningar. Það hafa þingmennirnir Ellert B. Schram, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Katrín Júlíusdóttir einnig gert sem og Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður flokksins. „Ríkisstjórnin hefur misst umboð sitt og þá á ég við raunverulegt umboð. Hún hefur auðvitað þingmeirihluta og umboð til fjögurra ára en það er hægt að endurtaka það endalaust. En raunverulegt pólitískt umboð tel ég að hún hafi ekki," segir Mörður sem vísar bæði til skoðanakannana og mótmæla sem hafa verið hávær undanfarið. „Það veikir ríkisstjórnina feikilega að hafa ekki þetta umboð og ég held að eina leiðin sé að fólk fái að segja álit sitt í kosningum." Mörður segir ekki aðalatriðið vera niðurstöðu umræddra kosninga því allt eins geti núverandi ríkisstjórn haldið velli þó hann telji það afar ólíklegt. „Ég hef hinsvegar ákveðna skoðun á því hvaða ríkisstjórn ég vil sjá en hana vil ég greina frá þessu. Aðalatriðið er að Samfylkingin sé reiðubúin að fara í kosningar og bera fram sín mál og þá kemur í ljós hverjir það eru sem eiga saman. Það er hinsvegar ekkert leyndarmál að ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sé mjög illa til þess fallinn að hafa forystu fyrir þjóðinni eftir það hrun sem hefur orðið," segir Mörður. „Það var hans eigin stefna, frjálshyggjan, sem beið skipbrot á Íslandi og um allan heim. Forystumenn flokksins hafa síðan ekki reynst vandanum vaxnir hvorki persónulega né sem stjórnmálamenn." Aðspurður hvort það sé ekki eðlileg krafa að Samfylkingin endurnýi í þingliði sínu bendir Mörður á að af þeim sem sitja á þingi fyrir flokkinn hafi um helmingur komið inn í síðustu eða þarsíðustu kosningum. „Þannig að þetta er ekki beint aldagamall þingflokkur". „Það er hinsvegar aukaatriði. Það sem skiptir mestu máli er að hugsa um hvernig við komum okkur upp úr þessu svakalaega ástandi sem við erum í. Þar eru kosningar algjörlega nauðsynlegar til þess að ríkisstjórnin í landinu öðlist trúnað. Hvernig það kemur út fyrir einstaka flokka eða þingmenn er síðan seinni tíma vandamál." Samfylkingin í Reykjavík hefur boðað til fundar annað kvöld að Hallveigarstíg 1 klukkan 20:30. Þar munu Mörður og Lúðvík Bergvinsson flytja framsögur. Yfirskrift fundarins er einföld: „Samfylkingin og stjórnarsamstarfið".
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira