Forystuskipti eru forsenda trúverðugleika 20. janúar 2009 08:00 Buiter tjáði troðfullum hátíðarsal HÍ að Seðlabanki Íslands væri „algerlega rúinn trausti“ á alþjóðavettvangi. Eina trúverðuga leiðin til endurreisnar íslensks fjármálalífs væri að ganga í ESB og myntbandalagið. MYND/fréttablaðið/GVA Trúverðugleiki íslensks fjármála- og efnahagskerfis erlendis verður ekki endurreistur fyrr en skipt hefur verið um æðstu stjórnendur peninga- og efnahagsmála landsins, og stefnan sett á að ganga í Evrópusambandið og evrópska myntbandalagið. Þetta sagði hollensk-breski hagfræðiprófessorinn Willem H. Buiter í opnum fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær, en Buiter er, ásamt Anne Sibert, höfundur umtalaðrar skýrslu um veikleika íslenska fjármálakerfisins, sem unnin var fyrir Landsbankann vorið 2008 en ekki birt opinberlega fyrr en eftir að kerfið hrundi í október. Buiter hefur gegnt stöðu prófessors í hagfræði við háskólana í Princeton, Yale og Cambridge, verið aðalhagfræðingur evrópska þróunarbankans EBRD í Lundúnum og setið í vaxtaákvörðunarnefnd Englandsbanka. Í fyrirlestrinum í gær sagði Buiter sig lengi hafa verið áhugasaman um Ísland. Einmitt vegna þess hve mjög hann bæri hag lands og þjóðar fyrir brjósti kysi hann að tala tæpitungulaust um vandamálin sem við Íslendingum blöstu. Um ástæður hrunsins sagði hann að bankarnir hefðu vaxið íslensku efnahagslífi algerlega yfir höfuð. Seðlabanki Íslands hefði aldrei með trúverðugum hætti getað verið lánveitandi til þrautarvara fyrir þessa ofvöxnu banka, sem störfuðu að mestu með aðrar myntir en þá einu sem íslenski seðlabankinn hafði peningaprentunarvald yfir. Því hafi hrunið verið óumflýjanlegt; það hafi aðeins verið spurning um hvenær að því kæmi. Alþjóðlega lánsfjárkreppan reyndist verða kveikjan að því þegar til kom, en rekstur bankanna hefði líka án hennar komist í þrot fyrr en síðar, á því teldi hann ekki nokkurn vafa. Buiter sagði þessa þróun hafa opinberað „hrikaleg mistök“ í stefnumótun peninga- og efnahagsmála hér á landi. Það væri því „óskiljanlegt“ að þeir sem höfuðábyrgðina bæru á stjórnun þessara mála – hann nefndi í því sambandi sérstaklega bankastjóra Seðlabanka Íslands, forsætis- og fjármálaráðherra – sætu enn sem fastast. Það sé einfaldlega útilokað að byggja upp trúverðugleika og traust á enduruppbyggingu fjármála- og efnahagskerfis Íslands nema þeir stjórnendur víki sem leyfðu fjármálakerfinu svo til eftirlits- og hömlulaust að þróast á þennan óheillavænlega veg. Buiter benti á að trúverðugleiki á endurreisnarstarfinu hefði bein áhrif á kjörin á þeim lánum sem Íslendingum á annað borð stæðu til boða. Í ljósi þess hve gríðarháar upphæðir munu á næstu árum fara í að þjónusta hina erlendu skuldabyrði kynni bættur trúverðugleiki þannig að spara þjóðarbúinu stórfé. audunn@frettabladid.is Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Trúverðugleiki íslensks fjármála- og efnahagskerfis erlendis verður ekki endurreistur fyrr en skipt hefur verið um æðstu stjórnendur peninga- og efnahagsmála landsins, og stefnan sett á að ganga í Evrópusambandið og evrópska myntbandalagið. Þetta sagði hollensk-breski hagfræðiprófessorinn Willem H. Buiter í opnum fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær, en Buiter er, ásamt Anne Sibert, höfundur umtalaðrar skýrslu um veikleika íslenska fjármálakerfisins, sem unnin var fyrir Landsbankann vorið 2008 en ekki birt opinberlega fyrr en eftir að kerfið hrundi í október. Buiter hefur gegnt stöðu prófessors í hagfræði við háskólana í Princeton, Yale og Cambridge, verið aðalhagfræðingur evrópska þróunarbankans EBRD í Lundúnum og setið í vaxtaákvörðunarnefnd Englandsbanka. Í fyrirlestrinum í gær sagði Buiter sig lengi hafa verið áhugasaman um Ísland. Einmitt vegna þess hve mjög hann bæri hag lands og þjóðar fyrir brjósti kysi hann að tala tæpitungulaust um vandamálin sem við Íslendingum blöstu. Um ástæður hrunsins sagði hann að bankarnir hefðu vaxið íslensku efnahagslífi algerlega yfir höfuð. Seðlabanki Íslands hefði aldrei með trúverðugum hætti getað verið lánveitandi til þrautarvara fyrir þessa ofvöxnu banka, sem störfuðu að mestu með aðrar myntir en þá einu sem íslenski seðlabankinn hafði peningaprentunarvald yfir. Því hafi hrunið verið óumflýjanlegt; það hafi aðeins verið spurning um hvenær að því kæmi. Alþjóðlega lánsfjárkreppan reyndist verða kveikjan að því þegar til kom, en rekstur bankanna hefði líka án hennar komist í þrot fyrr en síðar, á því teldi hann ekki nokkurn vafa. Buiter sagði þessa þróun hafa opinberað „hrikaleg mistök“ í stefnumótun peninga- og efnahagsmála hér á landi. Það væri því „óskiljanlegt“ að þeir sem höfuðábyrgðina bæru á stjórnun þessara mála – hann nefndi í því sambandi sérstaklega bankastjóra Seðlabanka Íslands, forsætis- og fjármálaráðherra – sætu enn sem fastast. Það sé einfaldlega útilokað að byggja upp trúverðugleika og traust á enduruppbyggingu fjármála- og efnahagskerfis Íslands nema þeir stjórnendur víki sem leyfðu fjármálakerfinu svo til eftirlits- og hömlulaust að þróast á þennan óheillavænlega veg. Buiter benti á að trúverðugleiki á endurreisnarstarfinu hefði bein áhrif á kjörin á þeim lánum sem Íslendingum á annað borð stæðu til boða. Í ljósi þess hve gríðarháar upphæðir munu á næstu árum fara í að þjónusta hina erlendu skuldabyrði kynni bættur trúverðugleiki þannig að spara þjóðarbúinu stórfé. audunn@frettabladid.is
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira