Skýrslan fór ekki til bankamálaráðherra 20. janúar 2009 07:00 Skýrsla um erfiðleika íslensku bankanna eftir hagfræðiprófessorana Willem Buiter og Anne Sibert var send í forsætisráðuneyti og Seðlabanka í apríl, samkvæmt upplýsingum frá þáverandi forstöðumanni greiningardeildar Landsbanka, Birni Rúnari Guðmundssyni. Hann gat í gærkvöldi ekki sagt með vissu hvort hún hefði farið víðar, en taldi það ólíklegt. Skýrslan kom aldrei í fjármálaráðuneytið, hvorki í apríl né síðar, að sögn Sigmundar G. Sigurgeirssonar, ráðgjafa fjármálaráðherra. Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, segir hana heldur aldrei hafa komið í sitt ráðuneyti. Rætt hefur verið um skýrsluna síðan í október, þegar Buiter upplýsti um hana og að hann hefði verið beðinn að þegja yfir henni. Í blaðinu í gær mátti sjá að Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri kynntist efni skýrslunnar ekki fyrr en í júlí á kynningarfundi Landsbankans með Buiter og Silbert. Hann sagði einnig að Seðlabankinn hefði þá ekki haft neitt á móti því að hún yrði birt og Buiter hefur staðfest þau orð við Fréttablaðið. Þeir Sigmundur og Jón Þór sátu einnig þennan kynningarfund. Yfirskrift hans var „Íslenska bankakrísan og hvernig skal bregðast við henni". Hvorugur þeirra telur að neitt sérstaklega nýtt hafi komið fram á fundinum. Ingimundur hefur sagt það sama. Helst hafi verið rætt að mesti vandi bankakerfisins væri stærð þess og að auka þyrfti gjaldeyrisvaraforða, segir Sigmundur. „Á engan hátt var það upplifun [mín] að þarna væru á ferð nýjar upplýsingar eða nýjar viðvaranir umfram það sem hafði verið í umræðunni [...] mánuðina á undan," segir hann. Jón Þór segir sömuleiðis að efni fundarins hafi að mörgu leyti verið kunnuglegt. „Helsta ráðleggingin var að sækja um aðild að Evrópusambandinu og að auka gjaldeyrisvaraforðann. [...] Ég man ekki til þess að þau hafi lagt sérstaklega til að við leituðum til AGS, en það var nefnt sem ein leið af mörgum," segir hann. Í Seðlabanka og forsætisráðuneyti fengust þessar upplýsingar ekki staðfestar, en verið er að kanna málið.klemens@fréttabladid.is Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Skýrsla um erfiðleika íslensku bankanna eftir hagfræðiprófessorana Willem Buiter og Anne Sibert var send í forsætisráðuneyti og Seðlabanka í apríl, samkvæmt upplýsingum frá þáverandi forstöðumanni greiningardeildar Landsbanka, Birni Rúnari Guðmundssyni. Hann gat í gærkvöldi ekki sagt með vissu hvort hún hefði farið víðar, en taldi það ólíklegt. Skýrslan kom aldrei í fjármálaráðuneytið, hvorki í apríl né síðar, að sögn Sigmundar G. Sigurgeirssonar, ráðgjafa fjármálaráðherra. Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, segir hana heldur aldrei hafa komið í sitt ráðuneyti. Rætt hefur verið um skýrsluna síðan í október, þegar Buiter upplýsti um hana og að hann hefði verið beðinn að þegja yfir henni. Í blaðinu í gær mátti sjá að Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri kynntist efni skýrslunnar ekki fyrr en í júlí á kynningarfundi Landsbankans með Buiter og Silbert. Hann sagði einnig að Seðlabankinn hefði þá ekki haft neitt á móti því að hún yrði birt og Buiter hefur staðfest þau orð við Fréttablaðið. Þeir Sigmundur og Jón Þór sátu einnig þennan kynningarfund. Yfirskrift hans var „Íslenska bankakrísan og hvernig skal bregðast við henni". Hvorugur þeirra telur að neitt sérstaklega nýtt hafi komið fram á fundinum. Ingimundur hefur sagt það sama. Helst hafi verið rætt að mesti vandi bankakerfisins væri stærð þess og að auka þyrfti gjaldeyrisvaraforða, segir Sigmundur. „Á engan hátt var það upplifun [mín] að þarna væru á ferð nýjar upplýsingar eða nýjar viðvaranir umfram það sem hafði verið í umræðunni [...] mánuðina á undan," segir hann. Jón Þór segir sömuleiðis að efni fundarins hafi að mörgu leyti verið kunnuglegt. „Helsta ráðleggingin var að sækja um aðild að Evrópusambandinu og að auka gjaldeyrisvaraforðann. [...] Ég man ekki til þess að þau hafi lagt sérstaklega til að við leituðum til AGS, en það var nefnt sem ein leið af mörgum," segir hann. Í Seðlabanka og forsætisráðuneyti fengust þessar upplýsingar ekki staðfestar, en verið er að kanna málið.klemens@fréttabladid.is
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent