Innlent

Brotist inn í hesthús í Mosfellsbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot í hesthús í Mosfellsbæ nú í morgun. Skemmdir voru unnar á hurð auk þess sem sex hnökkum var stolið.

Einnig voru svokölluð járningaráhöld, steðji og spónarbaggar teknir ófrjálsri hendi.

Þá var einnig hljómtækjum og áfengi stolið úr hesthúsinu sem stendur við Flugubakka í Mosfellsbæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×