Margskipt veröld Jóns Ólafssonar 18. apríl 2009 06:00 Sonur Jóns heimtaði að hann færi með sig í bandi niður Laugaveginn og það varð kveikjan að bók.Fréttablaðið/Anton Liðlega þrítugur hjúkrunarfræðingur í Reykjavík gaf nýverið út frumsamda barnabók sem hefur gengið vel, en í henni bregða krakkar sér í hlutverk dýra. „Ég held það sé mér hreinlega lífsnauðsynlegt að gera eitthvað „einstaklingshæft“ eins og að skrifa bók til mótvægis við vinnuna mína sem hjúkrunarfræðingur sem er náttúrlega mjög félagsleg og gengur út á allt annað. Sinna fólki, hjálpa öðrum,“ segir hinn rétt liðlega þrítugi Jón Ólafsson. Hann er hjúkrunarfræðingur en gerði sér lítið fyrir og gaf nýverið út barnabók sem hann skrifar og teiknar myndir í. Bókin, sem heitir Voff pabbi, ég er hundur, hefur hlotið góðar viðtökur og er í fjórða sæti á sölulista Eymundsson. „Þetta er voða fjör. Þetta er bók um efni sem mér skilst að krakkar eigi auðvelt með að tengja sig við, það að bregða sér í hlutverk dýra.“ Nú virðist sem starf hjúkrunarfræðings eigi fátt skylt við hið einmanalega starf rithöfundarins og Jón segir það merg málsins. Vinna hjúkrunarfræðings er mikið út á við – mikil teymisvinna. „Ég held reyndar að það blundi í okkur öllum þessar tvær hliðar. Annars vegar félagsveran og hins vegar einstaklingurinn. Ég er mjög félagslyndur en hef líka mikla þörf fyrir einveru og að gera hluti einn.“ Jón á mjög fjölbreytt áhugamál sem þýðir að hann er ágætur í mörgu en ekki afbragðsgóður í neinu einu. „Ég er einn af þeim sem finnst allt áhugavert og verð helst að vera í öllu, ja í það minnsta að prufa allt. Ég mála, sker út í við, skrifa, hugleiði, stunda jóga, æfi jiujitsu, stunda kajaksiglingar, er að vinna í að eignast mótorhjól, ég er útivistarfrík, spila á gítar og fleira og fleira. Og svo þetta að skrifa og teikna bók og gefa hana svo út sjálfur. Ég ætlaði reyndar að fara með hana til útgefanda en svo vaknaði upp þessi löngun til að gera það sjálfur. Bara til að sjá hvort það væri hægt. Af hverju ekki?“ Höfundur bókarinnar Voff pabbi, ég er hundur gerir sér engar grillur þó viðtökurnar hafi verið ánægjulegar. Metsölulistinn er byggður á vikulegri sölu og það þarf kannski ekki mikið til. „En, hey! Það var rosalega gaman að sjá bókina sína í einhverri hillu merktri 4. sæti. Held hún hafi verið komin í 7. sæti í síðustu viku og gáði svo í dag og þá var hún ekki lengur á topp tíu listanum. Það gengur svona.“ Aðspurður hvernig honum hafi dottið í hug þetta sjónarhorn – það að sögumaður telji sig hund segir Jón það einfaldlega hafa komið til sín. Hann horfi á börnin í kring um sig. Þar á meðal strákinn sinn. Það virðist vera börnum mjög eðlilegt að bregða sér í hlutverk hunds eða annarra dýra. „Margar uppákomurnar í bókinni eru dagsannar. Mér fannst þetta bara svo sniðugt og ég man að ég hugsaði með mér að þetta, þessar uppákomur, þessar furðulegu aðstæður, væri nokkuð sem ég yrði að koma frá mér. Deila með öðrum. Þetta er bara eitthvað svo frábært. Ímyndaðu þér bara að standa fyrir framan barnið þitt þar sem það heimtar að þú gangir með það í bandi niður Laugaveginn af því það er hundur. Það er ekki hægt annað en að gleðjast yfir slíkri innlifun og leikgleði.“ Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Liðlega þrítugur hjúkrunarfræðingur í Reykjavík gaf nýverið út frumsamda barnabók sem hefur gengið vel, en í henni bregða krakkar sér í hlutverk dýra. „Ég held það sé mér hreinlega lífsnauðsynlegt að gera eitthvað „einstaklingshæft“ eins og að skrifa bók til mótvægis við vinnuna mína sem hjúkrunarfræðingur sem er náttúrlega mjög félagsleg og gengur út á allt annað. Sinna fólki, hjálpa öðrum,“ segir hinn rétt liðlega þrítugi Jón Ólafsson. Hann er hjúkrunarfræðingur en gerði sér lítið fyrir og gaf nýverið út barnabók sem hann skrifar og teiknar myndir í. Bókin, sem heitir Voff pabbi, ég er hundur, hefur hlotið góðar viðtökur og er í fjórða sæti á sölulista Eymundsson. „Þetta er voða fjör. Þetta er bók um efni sem mér skilst að krakkar eigi auðvelt með að tengja sig við, það að bregða sér í hlutverk dýra.“ Nú virðist sem starf hjúkrunarfræðings eigi fátt skylt við hið einmanalega starf rithöfundarins og Jón segir það merg málsins. Vinna hjúkrunarfræðings er mikið út á við – mikil teymisvinna. „Ég held reyndar að það blundi í okkur öllum þessar tvær hliðar. Annars vegar félagsveran og hins vegar einstaklingurinn. Ég er mjög félagslyndur en hef líka mikla þörf fyrir einveru og að gera hluti einn.“ Jón á mjög fjölbreytt áhugamál sem þýðir að hann er ágætur í mörgu en ekki afbragðsgóður í neinu einu. „Ég er einn af þeim sem finnst allt áhugavert og verð helst að vera í öllu, ja í það minnsta að prufa allt. Ég mála, sker út í við, skrifa, hugleiði, stunda jóga, æfi jiujitsu, stunda kajaksiglingar, er að vinna í að eignast mótorhjól, ég er útivistarfrík, spila á gítar og fleira og fleira. Og svo þetta að skrifa og teikna bók og gefa hana svo út sjálfur. Ég ætlaði reyndar að fara með hana til útgefanda en svo vaknaði upp þessi löngun til að gera það sjálfur. Bara til að sjá hvort það væri hægt. Af hverju ekki?“ Höfundur bókarinnar Voff pabbi, ég er hundur gerir sér engar grillur þó viðtökurnar hafi verið ánægjulegar. Metsölulistinn er byggður á vikulegri sölu og það þarf kannski ekki mikið til. „En, hey! Það var rosalega gaman að sjá bókina sína í einhverri hillu merktri 4. sæti. Held hún hafi verið komin í 7. sæti í síðustu viku og gáði svo í dag og þá var hún ekki lengur á topp tíu listanum. Það gengur svona.“ Aðspurður hvernig honum hafi dottið í hug þetta sjónarhorn – það að sögumaður telji sig hund segir Jón það einfaldlega hafa komið til sín. Hann horfi á börnin í kring um sig. Þar á meðal strákinn sinn. Það virðist vera börnum mjög eðlilegt að bregða sér í hlutverk hunds eða annarra dýra. „Margar uppákomurnar í bókinni eru dagsannar. Mér fannst þetta bara svo sniðugt og ég man að ég hugsaði með mér að þetta, þessar uppákomur, þessar furðulegu aðstæður, væri nokkuð sem ég yrði að koma frá mér. Deila með öðrum. Þetta er bara eitthvað svo frábært. Ímyndaðu þér bara að standa fyrir framan barnið þitt þar sem það heimtar að þú gangir með það í bandi niður Laugaveginn af því það er hundur. Það er ekki hægt annað en að gleðjast yfir slíkri innlifun og leikgleði.“
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira