Innlent

Sprengjuleitarmenn komnir í Borgarholtsskóla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan hefur girt af svæðið í kringum Borgarholtsskóla. Mynd/ Böddi.
Lögreglan hefur girt af svæðið í kringum Borgarholtsskóla. Mynd/ Böddi.
Sprengjubíll frá ríkislögreglustjóra er kominn upp í Borgarholtsskóla og verður gerð leit að sprengjunni á næstu mínútum.

Samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni Stöðvar 2 og Vísis sem er er á staðnum er töluverður viðbúnaður þar. Fjölmargir lögreglubílar og -hjól hafa verið send á staðinn. Þá var dælubíll frá slökkviliðinu og tveir sjúkrabílar sendir á staðinn.

Sprengjuhótunin barst skólanum símleiðis laust eftir hádegið í dag.






Tengdar fréttir

Nemendur þurftu að skilja eftir allar eigur og hlaupa út

Varaformaður nemendafélags Borgarholtsskóla segir nemendur hafa þurft að rýma skólann á augabragði. Sumir þurftu að skilja bíl- og húslykla og önnur verðmæti eftir inni í skólanum svo rýmingin gengi hratt fyrir sig.

Borgarholtsskóli rýmdur vegna sprengjuhótunar

Borgarholtsskóli í Grafarvogi var rýmdur fyrir stundu og er fjölmennt lögreglulið statt við skólann núna. Að sögn vaktstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er um sprengjuhótun að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×