Erlent

Bandaríkjastjórn getur beðið fram á sumar

Anders Fogh Rasmussen nýtur stuðnings Bandaríkjamanna í framkvæmdastjórastöðuna. Mynd/ Sigurður Jökull.
Anders Fogh Rasmussen nýtur stuðnings Bandaríkjamanna í framkvæmdastjórastöðuna. Mynd/ Sigurður Jökull.
Bandaríkastjórn sér ekkert því til fyrirstöðu að vali á næsta framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins verði frestað fram á sumar.

Bandalagsríki hafa mörg hver lagt áherslu á að arftaki Hollendingsins Jaap de Hoop Scheffer verði valinn á leiðtogafundi NATO sem nú er haldinn í Frakklandi og Þýskalandi. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur einn gefið kost á sér í embættið. Talsmaður þýskra stjórnvalda sagði við Reuters fréttastofuna í morgun að Tyrkir væru einir á móti því að hann tæki við embættinu og málið væri til umræðu á leiðtogafundinum. Óvíst er að samkomulag náist áður en leiðtogafundinum lýkur í dag.

Tyrkir vilja danska forsætisráðherrann ekki í embættið vegna þess að þeir telja hann ekki hafa tekið af festu á múhameðsteikningadeilunni 2006 og gagnrýna hann fyrir að hafa ekki lokað danskri sjónvarpsstöð Kúrda sem Verkamannaflokkur Kúrdistans rekur. Sá flokkur er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi og einni víða í Evrópu og Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×