Fótbolti

Romario vill fá Ronaldo aftur í landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romario og Ronaldo léku saman í framlínu Brasilíu.
Romario og Ronaldo léku saman í framlínu Brasilíu. Mynd/GettyImages

Brasilíumaðurinn Romario hefur hafið baráttu fyrir því að Ronaldo fái aftur tækifæri með brasilíska landsliðinu en hinn 32 ára framherji hefur komið til baka eftir erfið meiðsli.

„Ef hann heldur áfram á sömu braut og bætir sitt líkamlega form þá getur Ronaldo spilað stórt hlutverk með brasilíska landsliðinu," segir Ronaldo en hann stýrir nú málum hjá Ameríca-liðinu í Río de Janeiro.

„Sem Brasilíumaður og góður vinur Ronaldo þá ætla ég að berjast fyrir því að hann fái aftur tækifæri með landsliðinu," segir Romario um markahæsta mann HM frá upphafi en Ronaldo bætti metið á síðasta HM og hefur alls skorað 15 mörk í úrslitakeppninni.

„Ronaldo hefur sýnt það í síðustu leikjum með Corinthians að hann veit hvernig menn fara að því að skora mörk," sagði Romario.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×