Innlent

Gleymdi að kynna aðgerðaráætlun stjórnvalda

Félagsmálaráðherra gleymdi að kynna aðgerðaráætlun stjórnvalda um lækkun lána fyrir skilanefnd Kaupþings, sem á níutíu prósent húsnæðislána bankans. Hann viðurkennir að hafa gert mistök, en segir stefnt að því að kynna aðgerðirnar á morgun engu að síður.

Kynningarfundur um aðgerðir ríkisstjórnarinnar hefur verið boðaður á morgun. Þar á að kynna með hvaða hætti greiðslubyrði lána verður færð aftur fyrir hrun en þá stendur til að afskrifa það sem eftir stendur af lánunum að lánstíma loknum.

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að búið væri að funda með öllum fjármálafyrirtækjum sem ættu hlut að málinu. Það var hinsvegar ekki rétt þar sem hann hafði ekki fundað með skilanefnd Kaupþings en kröfuhafar gamla Kaupþings eiga um níutíu prósent af öllum húsnæðislánum bankans.

Samvkæmt heimildum fréttastofu nema þessi lán um hundrað milljörðum íslenskra króna en þau eru veðsett í Seðlabanka Íslands og mun það vera ástæða þess að þau eru í gamla bankanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×